Erlent

Fá lyf við HIV-sjúkdómi nær frítt

HIV-smitaðir einstaklingar í Taílandi fá lyf við sjúkdómnum nær ókeypis frá og með morgundeginum. Lyfið kemur ekki í veg fyrir að sjúklingar fái alnæmi en hægir mjög á útbreiðslu HIV-veirunnar í líkamanum. Taíland verður þar með fyrsta landið í Asíu og eitt fyrsta í heimi til að bjóða þegnum sínum svona lyf því sem næst ókeypis. Það er gert með stuðningi Bandaríkjastjórnar sem lagði andvirði hálfs fimmta milljarðs króna til verkefnisins. Ár hvert smitast 20 þúsund manns af HIV-veirunni í Taílandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×