Erlent

Frelsaði kynlífsþræla í Birmingham

Breska lögreglan frelsaði í gærkvöldi nítján konur, flestar frá Austur-Evrópu, sem var haldið nauðugum á nuddstofu í Birmingham, en líklegt er talið að þær hafi verið þvingaðar til að stunda vændi. Konurnar, sem voru meðal annars frá Lettlandi, Tyrklandi, Póllandi, höfðu verið á nuddstofunni um nokkurt skeið. Fertug bresk kona og þrír karlmenn hafa verið handtekin vegna málsins, vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×