Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2025 15:55 Rauði bíll ferðamannsins á leiðinni í veg fyrir bíl mæðgnanna. Í baksýnismyndavélinni sést flutningabíll á mikill ferð. Sem betur fer varð ekki árekstur. Bifvélavirkjameistari í Þorlákshöfn þakkar sínum sæla fyrir að hann sjálfur, eiginkona og níu mánaða barn séu ekki stórslösuð og hreinlega enn á lífi. Mæðgurnar voru nærri heimaslóðum þar sem ferðamaður ók skyndilega í veg fyrir þær. Nokkrum vikum fyrr var eiginmaðurinn á fleygiferð á Hringveginum þegar sendiferðabíll blasti allt í einu við á röngum vegarhelmingi. Bæði atvikin eru til á upptöku. Mæðgurnar Sóley og Jóhanna níu mánaða voru á ferðinni síðastliðinn föstudag á Þrengslaveg og nálguðust Þorlákshafnarveg til Hveragerðis. Sóley stefndi í átt að þrengslum og ferðamaður að koma úr áttinni frá Hveragerði. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan mátti afar litlu muna að alvarlegt slys yrði þegar ferðamaðurinn virti ekki skyldu til að stöðva heldur ók í veg fyrir þær. „Þau voru heppinn að hann olli ekki stórslysi enda hraðinn töluverður,“ segir Sævar Örn Eiríksson, eiginmaður Sóleyjar og faðir Jóhönnu, í færslu á Facebook sem fengið hefur 65 þúsund áhorf þegar þetta er skrifað. Mæðgurnar voru á 82 kílómetra hraða. Sævar Örn segir í samtali við fréttastofu telja líklegt að bílstjórinn hafi verið að horfa eitthvað allt annað en á veginn. Hann hrósar konu sinni fyrir viðbrögðin. „Sóley bregst algjörlega rétt við eins og hægt er, sveigir frá eins og mögulegt er þó bílar komi á móti, bremsar og flautar,“ segir Sævar. Á eftir henni ók flutningabíll, eins og sést líka í myndbanidnu, sem náði naumlega að stöðva áður en hann lenti á bíl ferðamannsins. „Ótrúleg lukka að þarna hafi ekki orðið mikið slys,“ segir Sævar. Hann hefur verið fastagestur á vegum landsins frá árinu 2008 og aldrei vitað annað eins. „Túristinn var mjög heppinn að ég var ekki með í för, því hann stöðvaði og ræddi við Sóley, og kunni engar skýringar á atferðinu aðrar en að honum hafi fundist Sóley hægja ferðina og talið öruggt að skjótast yfir, þá vill svo til að á þessum gatnamótum, og öðrum á þessari leið er skilyrðislaus stöðvunarskylda, einmitt af ofangreindum ástæðum,“ segir Sævar Örn. „Þó ég sé ekki ofbeldishneigður þá er ég viss um það að ég hefði hrifsað lyklana af manninum og fleygt þeim eins og ég gæti út í hraunið, og látið hann hugsa sinn gang meðan hann leitaði þeirra.“ Sævar Örn segir mæðgurnar njóta lífsins á Tenerife í augnablikinu og jafna sig á atvikinu. Hann var sjálfur hætt kominn á Hringveginum nærri Laugabakka í maí þegar sendiferðabíll birtist allt í einu á móti honum á röngum vegahelmingi. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan var hann á kringum 90 kílómetra hraða. Sævar vekur athygli á því að ökumaður sendiferðabílsins var með auka baksýnisspegla en ætti kannski að leggja áherslu á að horfa ekki síður fram á veginn. Sævar Örn telur mikilvægt að hafa myndavélar í bílum og birta atvik sem þessi til að minna fólk á ábyrgð þess í umferðinni. Hann hefur verið fastagestur undir stýri á vegum landsins frá árinu 2008 en segist aldrei hafa lent í öðru eins og þeim uppákomum sem drifið hafa á fjölskylduna undanfarna tvo mánuði. Umferð Ferðaþjónusta Lögreglumál Samgönguslys Ölfus Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Mæðgurnar Sóley og Jóhanna níu mánaða voru á ferðinni síðastliðinn föstudag á Þrengslaveg og nálguðust Þorlákshafnarveg til Hveragerðis. Sóley stefndi í átt að þrengslum og ferðamaður að koma úr áttinni frá Hveragerði. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan mátti afar litlu muna að alvarlegt slys yrði þegar ferðamaðurinn virti ekki skyldu til að stöðva heldur ók í veg fyrir þær. „Þau voru heppinn að hann olli ekki stórslysi enda hraðinn töluverður,“ segir Sævar Örn Eiríksson, eiginmaður Sóleyjar og faðir Jóhönnu, í færslu á Facebook sem fengið hefur 65 þúsund áhorf þegar þetta er skrifað. Mæðgurnar voru á 82 kílómetra hraða. Sævar Örn segir í samtali við fréttastofu telja líklegt að bílstjórinn hafi verið að horfa eitthvað allt annað en á veginn. Hann hrósar konu sinni fyrir viðbrögðin. „Sóley bregst algjörlega rétt við eins og hægt er, sveigir frá eins og mögulegt er þó bílar komi á móti, bremsar og flautar,“ segir Sævar. Á eftir henni ók flutningabíll, eins og sést líka í myndbanidnu, sem náði naumlega að stöðva áður en hann lenti á bíl ferðamannsins. „Ótrúleg lukka að þarna hafi ekki orðið mikið slys,“ segir Sævar. Hann hefur verið fastagestur á vegum landsins frá árinu 2008 og aldrei vitað annað eins. „Túristinn var mjög heppinn að ég var ekki með í för, því hann stöðvaði og ræddi við Sóley, og kunni engar skýringar á atferðinu aðrar en að honum hafi fundist Sóley hægja ferðina og talið öruggt að skjótast yfir, þá vill svo til að á þessum gatnamótum, og öðrum á þessari leið er skilyrðislaus stöðvunarskylda, einmitt af ofangreindum ástæðum,“ segir Sævar Örn. „Þó ég sé ekki ofbeldishneigður þá er ég viss um það að ég hefði hrifsað lyklana af manninum og fleygt þeim eins og ég gæti út í hraunið, og látið hann hugsa sinn gang meðan hann leitaði þeirra.“ Sævar Örn segir mæðgurnar njóta lífsins á Tenerife í augnablikinu og jafna sig á atvikinu. Hann var sjálfur hætt kominn á Hringveginum nærri Laugabakka í maí þegar sendiferðabíll birtist allt í einu á móti honum á röngum vegahelmingi. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan var hann á kringum 90 kílómetra hraða. Sævar vekur athygli á því að ökumaður sendiferðabílsins var með auka baksýnisspegla en ætti kannski að leggja áherslu á að horfa ekki síður fram á veginn. Sævar Örn telur mikilvægt að hafa myndavélar í bílum og birta atvik sem þessi til að minna fólk á ábyrgð þess í umferðinni. Hann hefur verið fastagestur undir stýri á vegum landsins frá árinu 2008 en segist aldrei hafa lent í öðru eins og þeim uppákomum sem drifið hafa á fjölskylduna undanfarna tvo mánuði.
Umferð Ferðaþjónusta Lögreglumál Samgönguslys Ölfus Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent