Erlent

Skutu palestínska byssumenn

Ísraelskir hermenn skutu þrjá Palestínumenn til bana nærri bænum Jenín á Vesturbakkanum í nótt í leit sinni að herskáum uppreisnarmönnum. Að sögn ísraelska hersins skutu tveir byssumenn, sem taldir voru félagar í Íslamska Jihad, á hermennina sem svöruðu með skothríð. Hins vegar segja palestínsk vitni að herinn hafi skotið mennina tvo þar sem þeir földu sig uppi í ólífutré. Þriðji maðurinn féll á skotbardaga við ísraelska hermenn í Jenín, en palestínsk yfirvöld segja hann hafa verið félaga í Al-Aqsa herdeildunum. Þá handtóku ísraelskir hermenn 12 grunaða uppreisnarmenn í þremur byggðum á Vesturbakkanum. Spennan á milli Ísraela og Palestínumanna hefur aukist undanfarna daga og hefur fyrirhugðum fundi Sharons, forsætisráðherra Ísraels, og Abbas, forseta Palestínu, sem fara átti fram um helgina, verið frestað af þeim sökum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×