Erlent

Pólskir pílagrímar dóu í slysi

Að minnsta kosti þrettán pólskir unglingar létust í hörðum árekstri rútu og vöruflutningabíls í sunnanverðu Póllandi í gær. Unglingarnir voru á leið frá borginni Bialystok til klaustursins Czestochowa en þar er helgidómur sem milljónir pílagríma heimsækja á ári hverju. Sextíu manns voru í rútunni og slösuðust 40 þeirra í árekstrinum og eldinum sem kviknaði í kjölfarið. Ökumenn beggja bifreiðanna biðu bana. Borgarstjórinn í Bialystok hefur lýst yfir þriggja daga sorg og hvatti íbúa borgarinnar til að gefa blóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×