Erlent

Þremur rænt í Kabúl

Vopnaðir menn rændu þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna á götu í Kabúl í gær. Fólkið, filippseyskur karlmaður og tvær evrópskar konur, var á ferð ásamt bílstjóra sínum þegar fimm vopnaðir menn keyrðu bíl sínum í veg fyrir bíl þeirra og neyddu þremenningana til að fara með sér. Ekki er vitað hverjir rændu fólkinu en Talíbanar hafa áður rænt útlendingum í Afganistan og bandaríska sendiráðið varaði við mannránum í tengslum við forsetakosningarnar 9. október. Fólkið sem numið var á brott í gær vann allt við kosningarnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×