Enn eitt klúðrið skekur Flórída 28. október 2004 00:01 Spennan í kringum bandarísku forsetakosningarnar jókst enn í Flórída þegar í ljós kom að þúsundir kjörseðla sem senda átti til fólks sem vildi greiða atkvæði utankjörfundar höfðu týnst. Dómsmálaráðuneyti Flórída rannsakaði hvarfið og sagði ekkert benda til þess að glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað. Óvíst er þó hvort það verði til að róa demókrata sem vantreysta mjög stjórnvöldum í Flórída, þar sem Jeb Bush, bróðir George W. Bush Bandaríkjaforseta, ræður ríkjum. Týndu kjörseðlarnir áttu að fara til kjósenda í Broward sýslu þar sem Al Gore, forsetaefni demókrata fyrir fjórum árum, fékk sína bestu kosningu í Flórída. Þá fékk hann 67 prósent atkvæða í sýslunni en tapaði ríkinu með 537 atkvæða mun eftir 36 daga baráttu fyrir dómstólum um hvaða atkvæðaseðla ætti að telja og hverja ekki. Um er að ræða hluta af 58 þúsund kjörseðlum sem átti að senda út 7. og 8. október. Ekki er vitað hversu margir kjörseðlanna týndust en vitað er að sumir sem áttu að fá kjörseðlana eru búnir að fá þá, fylla út og skila inn. Brenda Snipes, sem stjórnar kosningunum, sagði AP-fréttastofunni að hún ætti ekki von á að þurfa að senda út meira en 20 þúsund kjörseðla í stað þeirra sem ekki bárust. Þeir sem báðu um kjörseðla til að geta kosið utan kjörfundar geta beðið um nýja seðla í stað þeirra sem týndust. Einhverjir þeirra eru þó búnir að gefa upp von um að fá kjörseðlana senda. Herman Post, 82 ára maður sem býr til skiptis í Flórída og Connecticut í norðausturhluta Bandaríkjanna, sagðist í viðtali við The New York Times ætla að keyra alla leið til Flórída til að kjósa á þriðjudag. Til að það takist ætlar hann að leggja af stað snemma á sunnudagsmorgun. Að sögn AP-fréttastofunnar hringdu hundruð kjósenda í sýslunni sem óskuðu eftir atkvæðaseðlum svo þeir gætu greitt atkvæði utan kjörfundar í kjörstjórn og kvörtuðu, að sögn var álagið svo mikið á tímabili að kjósendur náðu ekki í gegn. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira
Spennan í kringum bandarísku forsetakosningarnar jókst enn í Flórída þegar í ljós kom að þúsundir kjörseðla sem senda átti til fólks sem vildi greiða atkvæði utankjörfundar höfðu týnst. Dómsmálaráðuneyti Flórída rannsakaði hvarfið og sagði ekkert benda til þess að glæpsamlegt athæfi hefði átt sér stað. Óvíst er þó hvort það verði til að róa demókrata sem vantreysta mjög stjórnvöldum í Flórída, þar sem Jeb Bush, bróðir George W. Bush Bandaríkjaforseta, ræður ríkjum. Týndu kjörseðlarnir áttu að fara til kjósenda í Broward sýslu þar sem Al Gore, forsetaefni demókrata fyrir fjórum árum, fékk sína bestu kosningu í Flórída. Þá fékk hann 67 prósent atkvæða í sýslunni en tapaði ríkinu með 537 atkvæða mun eftir 36 daga baráttu fyrir dómstólum um hvaða atkvæðaseðla ætti að telja og hverja ekki. Um er að ræða hluta af 58 þúsund kjörseðlum sem átti að senda út 7. og 8. október. Ekki er vitað hversu margir kjörseðlanna týndust en vitað er að sumir sem áttu að fá kjörseðlana eru búnir að fá þá, fylla út og skila inn. Brenda Snipes, sem stjórnar kosningunum, sagði AP-fréttastofunni að hún ætti ekki von á að þurfa að senda út meira en 20 þúsund kjörseðla í stað þeirra sem ekki bárust. Þeir sem báðu um kjörseðla til að geta kosið utan kjörfundar geta beðið um nýja seðla í stað þeirra sem týndust. Einhverjir þeirra eru þó búnir að gefa upp von um að fá kjörseðlana senda. Herman Post, 82 ára maður sem býr til skiptis í Flórída og Connecticut í norðausturhluta Bandaríkjanna, sagðist í viðtali við The New York Times ætla að keyra alla leið til Flórída til að kjósa á þriðjudag. Til að það takist ætlar hann að leggja af stað snemma á sunnudagsmorgun. Að sögn AP-fréttastofunnar hringdu hundruð kjósenda í sýslunni sem óskuðu eftir atkvæðaseðlum svo þeir gætu greitt atkvæði utan kjörfundar í kjörstjórn og kvörtuðu, að sögn var álagið svo mikið á tímabili að kjósendur náðu ekki í gegn.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fleiri fréttir Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Sjá meira