Erlent

Skutu átta ára stúlku til bana

Átta ára palestínsk stúlka var skotin til bana þegar hún gekk framhjá varðstöð Ísraelshers á leið sinni í skólann. Stúlkan varð fyrir skotum ísraelskra hermanna sem talið er að hafi verið að skjóta í átt að palestínskum vígamönnum sem skutu eldflaugum að landnemabyggð Palestínumanna. Sex særðust í þeirri árás. Atvikið átti sér stað við Khan Younis flóttamannabúðirnar. Stutt er síðan Ísraelsher lauk tveggja daga aðgerðum gegn palestínskum vígamönnum þar, þá létu sautján Palestínumenn lífið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×