Umbrotasöm ævi Arafats 28. október 2004 00:01 Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hefur ekki gengið heill til skógar að undanförnu en í gær versnaði honum svo mikið að ótti greip um sig í hans herbúðum. Arafat hefur verið við stjórnvölinn síðan á sjöunda áratugnum og því er leiðtogakreppa fyrirsjáanleg ef hann fellur frá. Barist á mörgum vígstöðvum Yasser Arafat fæddist í ágúst 1929 en ekki er nákvæmlega ljóst hvar hann kom inn í þennan heim. Opinber skjöl sýna að hann hafi fæðst í Egyptalandi en sjálfur hefur hann alltaf sagst vera fæddur í Jerúsalem, vafalaust til að auka trúverðugleika sinn sem leiðtogi Palestínumanna. Strax að lokinni útskrift úr verkfræðideild Háskólans í Kaíró, upp úr 1950, hóf Arafat afskipti af stjórnmálum. Hann var virkur meðlimur í Bræðralagi múslíma í Egyptalandi, samtökum sem andæfðu afhelgun samfélagsins og spilltri harðstjórn þáverandi leiðtoga þessa heimshluta. Hann barðist með egypska hernum í Súezdeilunni árið 1956. Næstu árin starfaði hann í Kuwait þar sem hann stofnaði ásamt palestínskum flóttamönnum hina herskáu Fatah-hreyfingu sem síðar varð ein af aðildarhreyfingum Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO). Arafat varð svo leiðtogi PLO árið 1969 en á þessum árum var þegar farið að bera á einræðistilburðum hans við stjórnvölinn. Á fyrri hluta ferils síns vakti Yasser Arafat athygli fyrir áherslu sína á samninga og viðræður við leiðtoga Ísraels í stað skæruhernaðar og hryðjuverka. Í nóvember 1974 ávarpaði hann allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna en það var í fyrsta sinn sem leiðtoga óháðra félagasamtaka var sýndur sá sómi. Við það tækifæri mælti hann þau fleygu orð að hver sá sem hefði réttlátan málstað að verja gæti ekki talist hryðjuverkamaður. Oslóarsamkomulagið vendipunktur Árið 1982 syrti í álinn fyrir Palestínumenn þegar Ísraelsher réðist inn í Líbanon en þar hafði PLO haft bækistöðvar sínar. Í kjölfarið hraktist PLO til Túnis og klofnings tók að verða vart innan samtakanna. Á meðan geisaði fyrri Intifada uppreisnin í Palestínu. Árið 1993 urðu vatnaskil í samskiptum Ísraela og Palestínumanna þegar Oslóarsamkomulagið svokallaða var undirritað. PLO viðurkenndi þar tilverurétt Ísraelsríkis gegn því að sjálfstjórn á Vesturbakkanum og á Gaza-svæðinu yrði komið á. Hlutu þeir Arafat, Shimon Peres og Yitzhak Rabin friðarverðlaun Nóbels fyrir vikið ári síðar. Arafat var kjörinn forseti palestínsku heimastjórnarinnar árið 1996 en áður en varði hafði slegið í brýnu á milli þeirra Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael sem hafði aðrar hugmyndir um uppbyggingu sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna. Þrátt fyrir friðarviðræður og samninga tókst ekki að finna lausn á málinu og haustið 2000 hófst síðari Intifada uppreisnin með tilheyrandi ofbeldi á báða bóga sem enn hefur ekki tekist að stöðva. Umdeildur en óspilltur Laleh Khalili, sérfræðingur í málefnum Palestínu við The School of Oriental and African Studies í Lundúnum, kveður Arafat vera holdgerving palestínskrar þjóðernishyggju. Þrátt fyrir flokkadrætti á meðal Palestínumanna þá hefur honum tekist að halda ólíkum hópum saman. Með þætti sínum í Oslóarsamkomulaginu gaf hann fólki von um að raunverulegur möguleiki væri á palestínsku ríki en margir telja hann einnig ábyrgan fyrir að sigið hafi á ógæfuhliðina því hann hafi samið illilega af sér í mörgum efnum. Khalili segir að Arafat hafi að mörgu leyti verið farsæll leiðtogi Palestínumanna, ekki síst í að skapa samstöðu þeirra á meðal. Hún telur á hinn bóginn að honum hafi algerlega mistekist að bæta lífsskilyrði fólks á herteknu svæðunum og palestínskir flóttamenn hugsa honum margir þegjandi þörfina þar sem hann hefur duflað við að láta af kröfum um rétt þeirra til að snúa aftur til heimalandsins. Á síðustu árum hefur Arafat orðið æ umdeildari á meðal Palestínumanna. Khalili segir margar ástæður liggja að baki þessari ólgu. Sumum finnst hann of undanlátssamur við Ísraelsmenn á meðan öðrum gremst hversu fast hann heldur um alla valdataumana og etji jafnvel hugsanlegum keppinautum sínum saman. Jafnframt hefur verið gagnrýnt að einungis þeir sem eru í náðinni fá hjá honum stöður, hinir eru hafðir úti í kuldanum. Khalili segir að Arafat sé almennt ekki talinn spilltur en hins vegar eru flestir samstarfsmanna hans það, þar á meðal eiginkona hans, Suha. Sennilega á Arafat einhver auðæfi en hann notar þau frekar í stjórnmálalegum tilgangi en til hóglífis. Ekki er útséð með hvort Arafat elni sóttin frekar en víst er að þegar þessi 75 ára gamli klækjarefur fellur frá þá mun stórt skarð myndast í röðum Palestínumanna sem erfitt mun reynast að fylla. Erlent Fréttir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hefur ekki gengið heill til skógar að undanförnu en í gær versnaði honum svo mikið að ótti greip um sig í hans herbúðum. Arafat hefur verið við stjórnvölinn síðan á sjöunda áratugnum og því er leiðtogakreppa fyrirsjáanleg ef hann fellur frá. Barist á mörgum vígstöðvum Yasser Arafat fæddist í ágúst 1929 en ekki er nákvæmlega ljóst hvar hann kom inn í þennan heim. Opinber skjöl sýna að hann hafi fæðst í Egyptalandi en sjálfur hefur hann alltaf sagst vera fæddur í Jerúsalem, vafalaust til að auka trúverðugleika sinn sem leiðtogi Palestínumanna. Strax að lokinni útskrift úr verkfræðideild Háskólans í Kaíró, upp úr 1950, hóf Arafat afskipti af stjórnmálum. Hann var virkur meðlimur í Bræðralagi múslíma í Egyptalandi, samtökum sem andæfðu afhelgun samfélagsins og spilltri harðstjórn þáverandi leiðtoga þessa heimshluta. Hann barðist með egypska hernum í Súezdeilunni árið 1956. Næstu árin starfaði hann í Kuwait þar sem hann stofnaði ásamt palestínskum flóttamönnum hina herskáu Fatah-hreyfingu sem síðar varð ein af aðildarhreyfingum Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO). Arafat varð svo leiðtogi PLO árið 1969 en á þessum árum var þegar farið að bera á einræðistilburðum hans við stjórnvölinn. Á fyrri hluta ferils síns vakti Yasser Arafat athygli fyrir áherslu sína á samninga og viðræður við leiðtoga Ísraels í stað skæruhernaðar og hryðjuverka. Í nóvember 1974 ávarpaði hann allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna en það var í fyrsta sinn sem leiðtoga óháðra félagasamtaka var sýndur sá sómi. Við það tækifæri mælti hann þau fleygu orð að hver sá sem hefði réttlátan málstað að verja gæti ekki talist hryðjuverkamaður. Oslóarsamkomulagið vendipunktur Árið 1982 syrti í álinn fyrir Palestínumenn þegar Ísraelsher réðist inn í Líbanon en þar hafði PLO haft bækistöðvar sínar. Í kjölfarið hraktist PLO til Túnis og klofnings tók að verða vart innan samtakanna. Á meðan geisaði fyrri Intifada uppreisnin í Palestínu. Árið 1993 urðu vatnaskil í samskiptum Ísraela og Palestínumanna þegar Oslóarsamkomulagið svokallaða var undirritað. PLO viðurkenndi þar tilverurétt Ísraelsríkis gegn því að sjálfstjórn á Vesturbakkanum og á Gaza-svæðinu yrði komið á. Hlutu þeir Arafat, Shimon Peres og Yitzhak Rabin friðarverðlaun Nóbels fyrir vikið ári síðar. Arafat var kjörinn forseti palestínsku heimastjórnarinnar árið 1996 en áður en varði hafði slegið í brýnu á milli þeirra Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael sem hafði aðrar hugmyndir um uppbyggingu sjálfstjórnarsvæða Palestínumanna. Þrátt fyrir friðarviðræður og samninga tókst ekki að finna lausn á málinu og haustið 2000 hófst síðari Intifada uppreisnin með tilheyrandi ofbeldi á báða bóga sem enn hefur ekki tekist að stöðva. Umdeildur en óspilltur Laleh Khalili, sérfræðingur í málefnum Palestínu við The School of Oriental and African Studies í Lundúnum, kveður Arafat vera holdgerving palestínskrar þjóðernishyggju. Þrátt fyrir flokkadrætti á meðal Palestínumanna þá hefur honum tekist að halda ólíkum hópum saman. Með þætti sínum í Oslóarsamkomulaginu gaf hann fólki von um að raunverulegur möguleiki væri á palestínsku ríki en margir telja hann einnig ábyrgan fyrir að sigið hafi á ógæfuhliðina því hann hafi samið illilega af sér í mörgum efnum. Khalili segir að Arafat hafi að mörgu leyti verið farsæll leiðtogi Palestínumanna, ekki síst í að skapa samstöðu þeirra á meðal. Hún telur á hinn bóginn að honum hafi algerlega mistekist að bæta lífsskilyrði fólks á herteknu svæðunum og palestínskir flóttamenn hugsa honum margir þegjandi þörfina þar sem hann hefur duflað við að láta af kröfum um rétt þeirra til að snúa aftur til heimalandsins. Á síðustu árum hefur Arafat orðið æ umdeildari á meðal Palestínumanna. Khalili segir margar ástæður liggja að baki þessari ólgu. Sumum finnst hann of undanlátssamur við Ísraelsmenn á meðan öðrum gremst hversu fast hann heldur um alla valdataumana og etji jafnvel hugsanlegum keppinautum sínum saman. Jafnframt hefur verið gagnrýnt að einungis þeir sem eru í náðinni fá hjá honum stöður, hinir eru hafðir úti í kuldanum. Khalili segir að Arafat sé almennt ekki talinn spilltur en hins vegar eru flestir samstarfsmanna hans það, þar á meðal eiginkona hans, Suha. Sennilega á Arafat einhver auðæfi en hann notar þau frekar í stjórnmálalegum tilgangi en til hóglífis. Ekki er útséð með hvort Arafat elni sóttin frekar en víst er að þegar þessi 75 ára gamli klækjarefur fellur frá þá mun stórt skarð myndast í röðum Palestínumanna sem erfitt mun reynast að fylla.
Erlent Fréttir Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sjá meira