

Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, ætlar ekki að láta undan þrýstingi íraskra mannræningja sem hafa hótað að taka 24 ára gamlan Japana af lífi ef japanskir friðargæsluliðar fara ekki úr landinu.
Utanríkisráðherrar Spánar og Bretlands munu ræða framtíð Gíbraltar á fundi sínum í Madríd í fyrsta skiptið síðan árið 2002. Löndin hafa deilt um yfirráð yfir Gíbraltar í 300 ár.
Vísindamenn telja sig hafa fundið nýja tegund manna á Indónesísku eyjunni Flores. Talið er að tegundin hafi verið uppi á sama tíma og homo sapiens en dáið út fyrir um 12 þúsund árum. Nýja tegundin hefur hlotið nafnið homo floresiensis.
Hvarf hátt í fjögur hundruð tonna af mjög öflugu sprengiefni úr vopnageymslu í Írak, sem meðal annars má nota til að koma af stað kjarnasprengju, er að verða hitamál í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. John Kerry sakar Bush forseta um að stefna hernámsliðinu í hættu með því að hafa ekki látið hafa gætur á geymslunni.
Fréttalið frá NBC fréttastofunni greindi í morgun frá því að sprengiefnin, sem geymd voru í al-Qaqaa vopnageymslunni í Írak og eru horfin, hafi verið horfin þaðan þegar hópurinn kom þangað í fylgd með bandarískum hermönnum daginn eftir að Bagdad féll í hendur innrásarliðsins.
Þrettán flóttamenn frá Eþíópíu, sem hafa dvalið í búðum fyrir flóttamenn í Noregi í þrjú ár, án þess að fá landvistarleyfi, settust að í dómkirkjunni í Oslo í gærkvöldi og hófu þar hugurverkfall. Fólkinu hefur verið gert að yfirgefa Noreg en það berst fyrir landvist sinni með þessum hætti.
Ísraelar hafa gefið Yasser Arafat leyfi til að yfirgefa Vesturbakkann til að gangast undir læknisaðgerð. Þessar fregnir gefa til kynna að veikindi Arafats séu alvarleg. Palestínskir embættismenn segja hins vegar að Arafat sé að jafna sig eftir flensu og að hann muni ekki þiggja boð Ísraelsmanna.
Heilsufar Jassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, hefur enn og aftur dregið athyglina að aðstæðum Arafats sem hefur setið í nokkurs konar sjálfsskipuðu stofufangelsi í hálft þriðja ár.
Jacques Chirac, frakklandsforseti og Gerhard Schröder, kanslari Þýsklands hitta í dag Tayyp Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands til þess að ræða hugsanlega aðild Tyrkja að Evrópusambandinu. Báðir eru þeir Chirac og Schröder mjög hlynntir aðild Tyrkja að sambandinu og Erdogan veit sem er að álit þeirra mun vega þungt þegar aðild Tyrkja verður tekin fyrir í desember.
Náinn aðstoðarmaður Jórdanska skæruliðans Abu Musabs Al-Zarqawi var drepinn í árásum Bandaríkjamanna á Fallujah í gær. Bandaríkjamenn skutu á hús í eigu Zarqawis, þar sem aðstoðarmaðurinn hélt til með fyrrgreindum afleiðingum. Þeir beita nú öllum tiltækum ráðum til þess að ráða Zarqawi af dögum og hafa sett 25 milljónir bandaríkjadala til höfuðs honum.
„Ef þetta er ekki gott fyrir hjartað, þá er það varla neitt," sagði Bill Clinton um kosningafund sem hann tók þátt í með John Kerry í Philadelphiu í gær. Forsetinn fyrrverandi kom í gær fram opinberlega í fyrsta sinn síðan hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir rúmum tveim mánuðum og gagnrýndi George Bush harðlega við það tækifæri.
Jose Manuel Barosso, tilvonandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir sambandið komið í uppnám ef Evrópuþingið hafnar 24 manna framkvæmdastjórn hans, eins og töluverðar líkur eru á. Sérstaklega er það tilnefning Ítalans Rocco Buttiglione sem yfirmanns dómsmála, sem fer fyrir brjóstið á þingmönnum Evrópu
Tæplega áttatíu manns tróðust til bana í mótmælum sem brutust út í Suður Taílandi í gær. Mikill mannfjöldi hafði safnast saman fyrir utan lögreglustöð í borginni Pattani til að krefjast þess að sex fangar sem sakaðir eru um samstarf við skæruliða múslima yrðu látnir lausir.
Kúbanar hyggjast hætta viðskiptum með bandaríkjadali frá og með 8. nóvember, vegna ákvörðunar Bandaríkjamanna að herða enn á viðskiptabanni við Kúbu. Bandaríkjadalir hafa verið notaðir á Kúbu síðan 1993, en nú verður hætt að taka við þeim, auk þess sem Kúbanar sem ætla erlendis þurfa að borga 10% skatt af dollurum.
Sjö frændur og frænkur George Bush hafa sett á fót heimasíðu þar sem fólk er hvatt til þess að kjósa hann ekki. Ættingjarnir, sem skildir eru forsetanum í þriðja ættlið, en hafa aldrei hitt hann, segja nausynlegt að lækna Bandaríkin af veikindunum sem þau hafi þjáðst af síðan Bush tók við völdum árið 2000.
Það stefnir í æsilegar kosningar í Bandaríkjunum því að munurinn á forsetaframbjóðendunum John Kerry og George Bush er hverfandi nú þegar aðeins vika er í kosningarnar.
Þótt þeir George W. Bush og John Kerry séu á öndverðum meiði í flestum málum þá eru þeir samstiga í fatavali: dökkblá jakkföt, hvít skyrta og rautt bindi.
Það sem telst vera til hægri eða vinstri í stjórnmálum í Evrópu er alls ekki það sama og hægri og vinstri í bandarískum stjórnmálum.
Þó að kosningasvindl hafi augljóslega átt sér stað í kosningunum í Afganistan er nánast útilokað að kosningarnar verði dæmdar ógildar að sögn kosningaeftirlitsmanns.
Ísraelska þingið samþykkti í gærkvöld áætlun Ariels Sharon forsætisráðherra um brottflutning ísraelskra landnema frá Gaza og fjórum svæðum á Vesturbakkanum. Auk landnemanna draga Ísraelsmenn herlið, sem verndað hefur landnemabyggðirnar á þessum svæðum, til baka.
Sjö fjarskyldir ættingjar George W. Bush Bandaríkjaforseta hafa opnað vefsíðu þar sem kjósendur eru beðnir um að kjósa ekki frænda þeirra.
Þeir þjóðarleiðtogar sem enn ræða við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, eiga að þrýsta á hann að hætta. Þetta segir Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta.
Viðtal við forseta Rússlands, Vladimir Pútín, birtist í úkraínsku sjónvarpi í gær, aðeins sex dögum fyrir umdeildar forsetakosningar í landinu. Talið er að viðtalið hafi verið birt til að styðja annan frambjóðandann, forsætisráðherra Úkraínu Viktor Yanukovych.
Lögreglan á Kristjánssandi stöðvaði ungt þýskt par sem hafði áætlað að fremja sjálfsvíg með því að stökkva fram af Prekestolen, 600 metra háu bjargi sem er vinsæll ferðamannastaður á vesturströnd Noregs, nærri Stavangri.
Ríkisstjórn Spánar og helstu sjónvarpsstöðvar landsins hafa samþykkt að banna "rusl" sjónvarpsþætti á þeim tímum sólarhrings þegar börn gætu verið að horfa.
Sex palestínumenn fórust og sextán særðust þegar ísraelsmenn gerðu árás á hernaðarlega mikilvæg skotmörk á Gasa í gærkvöldi, að þeirar sögn, og beittu til þess fjarstýrðri flugvél. Ísraelskir hermenn og skriðdrekasveit fylgdu í kjölfarið og fóru hús úr húsi í þeim tilgangi að koma í veg fyirr árásir palestínumanna á landtökubyggð gyðinga á Gush Katif svæðinu. <font size="4"></font>
Hjálparstarfsmenn reyna nú að koma mat og teppum til fólks, sem hefst við á götum úti og í íþróttahúsum eftir að eftirskjálfti upp á 5,8 á richter reið yfir í norðurhluta Japans í morgun. Um hundrað þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín eftir skjálftann um helgina og er stór hluti svæðisins er án vatns, rafmagns og gass.
Talið er að uppreisnarmönnum hafi borist njósn frá æðri stöðum um ferðir írösku hermannanna 50 sem myrtir voru í gær. Embættismenn í Írak segja að uppreisnarmenn hljóti að hafa fengið upplýsingar um að hermennirnir væru á leið heim í rútunum og að því er virðist, veitt þeim launsátur.
Kínversk stjórnvöld hafa hert aðgerðir gegn peningaþvætti í landinu og frá og með deginum í dag, ber öllum bönkum og fjármálastofnunum að tilkynna sérstaklega um allar óvenjulega háar upphæðir, sem eru millifærðar erlendis frá. Yfirvöld vona að með þessu verði hægt að draga verulega úr peningaþvætti, en óttast er að það sé stundað í stórum stíl í Kína.
John Kerry, frambjóðandi demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, segir Pólland vera þá mikilvægu brú, sem tengir Bandaríkin við Evrópu. Kerry segir þetta í viðtali við pólska dagblaðið Gazeta í dag og er litið á þetta sem tilraun hjá honum til þess að tryggja sér atkvæði kjósenda af pólskum uppruna í væntanlegum kosningum.
Nýjustu skoðanakannanir vestanhafs sýna að George Bush hefur örlítið forskot á John Kerry fyrir forsetakosningarnar 2. nóvember næstkomandi.
Ben-Ali, forseti Túnis til 17 ára, hefur verið endurkjörinn með 95% greiddra atkvæða. Ali, sem er fyrrverandi hershöfðingi, þykir eiga stóran þátt í þeim stöðugleika sem einkennt hefur Túnis undanfarin ár.
Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir George Bush hafa misnotað sér þjáningar fólks í kjölfar árásanna 11. september 2001 og hann hafi eyðilaggt áratuga viðleitni til þess að ná fram friði í heiminum.
Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvetur Kínverja til þess að þrýsta á Norður-Kóreumenn um að hætta þróun kjarnavopna. Powell er nú staddur í Kína og segist hann vilja að Kínverjar verði meira en bara milliliðir í viðræðum um kjarnavopnaþróun í Norður-Kóreu.
Fimm Egyptar hafa verið handteknir vegna sprengjuárása á ferðamannahótel fyrr í þessum mánuði. Einn mannanna fimm, Palestínumaðurinn Ayad Said Salah, er talinn forsprakki sprengjuárásanna. Að minnsta kosti 34 létust í sprengjuárásunum þremur og yfir eitt hundrað slösuðust.
Bill Clinton mun í dag koma fram opinberlega í fyrsta sinn síðan hann var lagður inn á spítala vegna hjartaaðgerðar fyrir rúmum 2 mánuðum síðan. Clinton, sem kemur fram á kosningafundi John Kerrys í Philadelphiu,
Stjórnlagadómstóll Þýskalands hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómar Mannréttindadómstóls Evrópu væru ekki bindandi fyrir Þýskaland, heldur aðeins leiðbeinandi. Stjórnlagadómstóllinn segir rétt að hafa þær leiðbeiningar til hliðsjónar ef þær brjóta ekki í bága við stjórnarskrá Þýskalands.
Öryggi heimilistölvunnar eru ekki jafnmikið og eigendurnir halda samkvæmt nýrri könnun American Online og NCSA. 77% aðspurðra töldu sig örugga í könnuninni, en í ljós kom að yfir 60% þeirra höfðu ekki nýjustu veiruvarnir og notuðu ekki eldvegg.
Ekki er vitað um afdrif 380 tonna af sprengiefni, sem talið var að væru í írakskri vopnageymslu undir stjórn Bandaríkjamanna. Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu Þjóðanna segjast óttast að sprengiefnin seú ef til vill í höndum hryðjuverkamanna, sem gætu gert með þeim mikinn óskunda.
Olíuverð heldur áfram að hækka, en það fór upp í 55 Dali og 67 sent í dag, en lækkaði síðan aftur þegar norsk stjórnvöld gripu til aðgerða sem koma í veg fyrir verkfall olíustarfsmanna þar í landi. Hefði komið til verkfalls hefði framleiðslan stöðvast, en Noregur er þriðji mesti olíuútflytjandi heims.
Ömurlegar aðstæður blasa við þeim sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans sem reið yfir norðurhluta Japans um helgina og kostaði minnst tuttugu og fimm manns lífið. Þúsundir manna þurfa að hafast við á götum úti og reyna hjálparstarfsmenn að koma mat og teppi til þeirra sem urðu hvað verst úti.
George Bush, forseti Bandaríkjanna, segir að úrslit forsetakosninganna eftir rúma viku skipti sköpum fyrir baráttuna gegn hryðjuverkum. John Kerry, forsetaframbjóðandi demókrata, segir að á síðastliðnum fjórum árum, hafi Bush einungis tekist að hræða bandarísku þjóðina.
Það er ekki almenningur í Bandaríkjunum sem kýs forseta landsins og sá sem ber sigur úr býtum hefur ekki endilega flest atkvæði á bak sig. Eitt af því sem skilur bandarískt lýðræði frá því sem annars staðar þekkist er kjörmannakerfið. Í stuttu máli gengur það út á að almenningur kýs ekki forseta landsins beinni kosningu, heldur svokallaða kjörmenn, sem koma saman að hinum eiginlegu kosningum loknum og velja forseta.
Repúblikanar reyna að hræða óákveðna kjósendur frá John Kerry og reyna að hræða stuðningsmenn hans frá því að kjósa, sagði Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, þegar hann kom fram á kosningafundi með Kerry í gær. Clinton hóf þar þátttöku sína í kosningabaráttunni eftir langa sjúkralegu.
Blóðsúthellingar í flóttamannabúðum á Gaza og mesta öryggisgæsla í sögu Ísraelsþing voru í algleymingi þegar Ariel Sharon forsætisráðherra tók til máls í ísraelska þinginu og hvatti þingmenn til að styðja áætlun sína um brotthvarf ísraelskra hermanna og landtökumanna frá Gaza.