Erlent

Táningur fyrir rétt

Sextán ára piltur er fyrsti einstaklingurinn sem réttað er yfir vegna hryðjuverkaárásanna í Madríd sem kostuðu nær 200 manns lífið. Saksóknari ákærði piltinn fyrir að flytja sprengiefni sem var notað í árásunum og krafðist átta ára fangelsisdóms yfir piltinum. Pilturinn er sagður hafa þegið greiðslu fyrir að flytja tösku með fimmtán til tuttugu kílóum af sprengiefni til tilræðismanna í Madríd. Sjálfur segist hann ekki hafa vitað hvað var í töskunni. Verði hann fundinn sekur afplánar hann dóm sinn á stofnun fyrir unglinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×