Erlent

Elísabet ræðir Dresden-árásina

MYND/REUTERS
Þjóðverjar bíða með nokkrum spenningi eftir því hvernig Elísabet Englandsdrottning mun fjalla um loftárásir Breta á borgina Dresden í seinni heimsstyrjöldinni á samkomu bráðlega. Þjóðverjar eru smám saman að opna sig varðandi þjáningar þýsku þjóðarinnar en Seinni heimsstyrjöldin hefur lengst af verið hálfgert bannorð þar í landi. Árið 1945 gerðu Bretar gríðarlegar loftárásir á Dresden með þeim afleiðingum að um 35 þúsund manns dóu. Þetta var aðeins þremur mánuðuð fyrir stríðslok. Engalndsdrottning verður heiðursgestur á tónleikum í Berlín en með þeim á að safna fé til endurreisnar dómskirkju Dresdenborgar sem verið hefur rústir einar í hálfa öld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×