Erlent

Stríðsglæpamaður til Danmerkur

Serbneskur stríðsglæpamaður verður fluttur til Danmerkur þar sem hann afplánar átján ára dóm sem Alþjóðlegi refsidómstóllinn fyrir fyrrverandi Júgóslavíu kvað upp yfir honum vegna stríðsglæpa í borgarastríðinu á síðasta áratug. Hann er fyrsti stríðsglæpamaðurinn sem er fluttur til Danmerkur til afplánunar að því er fram kemur á vef Information. Ranko Cesic var fundinn sekur um pyntingar og tíu morð. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa neytt bræður í fangabúðum til að hafa munnmök hvor við annan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×