Erlent

Fleiri þúsund löggur á vakt

Mikil öryggisgæsla er í Róm í dag vegna undirritunar stjórnarskrár Evrópusambandsins. Hundruð fyrirmenna verða í borginni af þeim sökum, þeirra á meðal þjóðhöfðingjar allra 25 aðildarríkja Evrópusambandsins og fjögurra ríkja sem hafa sótt um aðild. Götum í miðborg Rómar var lokað fyrir umferð þegar í gær og þúsundir lögreglumanna eru á vakt til að tryggja öryggi. Ruslatunnur voru fjarlægðar og holræsum lokað svo hryðjuverkamenn gætu ekki notað þau til að koma fyrir sprengjum. Ciampino flugvelli var lokað í gær og opnar ekki fyrr en á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×