Erlent

Hóta að myrða sjö ára barn

Mannræningjar í Írak hótuðu að myrða sjö ára dreng ef fjölskylda hans greiddi ekki andvirði rúmra fjögurra milljóna króna í lausnargjald að sögn föður drengsins. Mohammed Hamad var rænt á leið heim úr skóla í Diyala-héraði fyrr í mánuðinum. Þá kröfðust gíslatökumennirnir nærri níu milljóna í lausnargjald. Faðir drengsins, Abdel-Ghani Hamad, sér ekki hvernig hann á að geta bjargað syni sínum úr prísundinni. "Við erum fátæk fjölskylda. Ég þarf að selja muni af heimili mínu til þess eins að við komumst af."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×