Erlent

Tíu prósent hafa þegar kosið

Einn af hverjum tíu líklegum kjósendum í bandarísku forsetakosningunum hafa þegar greitt atkvæði samkvæmt skoðanakönnun fyrir fréttastofu sjónvarpstöðvarinnar ABC. Af þeim greiddu 51 prósent repúblikananum George W. Bush atkvæði en 47 prósent demókratanum John Kerry. Þetta þýðir þó ekki endilega að Bush nái endurkjöri því samkvæmt sömu könnun ætla 49 prósent allra líklegra kjósenda að greiða Kerry atkvæði sitt en 48 prósent ætla að kjósa Bush. Það er vel innan skekkjumarka og staðan því jöfn. Mest er um að fólk sé búið að kjósa í Vesturríkjunum, ein ástæðan fyrir því er að í Oregon greiða allir atkvæði bréfleiðis. Að því er ABC-fréttastofan segir frá eru það fyrst og fremst eldri kjósendur og konur sem greiða atkvæði snemma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×