Erlent

5000 hektara svæði brunnið

Sýrlenskum og tyrkneskum slökkviliðsmönnum hefur tekist að ná tökum á miklum skógareldum á landamærum þjóðanna. Einn maður hefur þegar látið lífið af völdum eldanna og fjölmargir slasast. Áætlað er að hátt í fimm þúsund hektarar skóglendis hafi orðið eldinum að bráð. Talið er að eldurinn hafi kviknað eftir að háspennulína féll niður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×