Erlent

Bjarga drukknum Írum upp úr á

Drukknir Dyflinarbúar gera slökkviliðsmönnum í írsku höfuðborginni lífið leitt. Ástæðan er sú að í viku hverri stökkva eða falla drukknir einstaklingar fram af göngubrúm sem liggja yfir Liffey-ána sem skiptir miðborg Dyflinar í tvennt. Að sögn talsmanna slökkviliðsins þurfa slökkviliðsmenn að meðaltali að bjarga tíu vegfarendum úr ánni í viku hverri. Flestir þjást hinir drukknu sundgarpar af ofkælingu og þurfa aðhlynningu af þeim sökum, að auki er mengun í ánni svo mikil að hvor tveggja sá sem dettur í ána og sá sem kemur til bjargar þurfa meðferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×