Erlent

Stofna nýja Al-Jazeera

Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera byrjar rekstur enskumælandi fréttasjónvarpsstöðvar fyrir lok næsta árs. Að sögn Nigel Parsons, eins stjórnenda fyrirtækisins, verður megináherslan á fréttaflutning frá þróunarlöndum, nokkuð sem stjórnendum Al-Jazeera finnst enskumælandi fréttastöðvar hafa sinnt of lítið. Nýja sjónvarpsstöðin verður ekki bein eftirlíking Al-Jazeera sagði Parsons þegar hann kynnti nýju stöðina á ráðstefnu í Hong Kong. Bandarískir embættismenn hafa sakað stöðina um að kynda undir andúð á Bandaríkjamönnum í Arabalöndum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×