Erlent

Buttiglione enn fulltrúi Ítalíu

Utanríkisráðherra Ítalíu, Franco Frattini, segir Rocco Buttiglione enn vera fulltrúa Ítalíu í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, mun ræða við Jose Manuel Barroso, væntanlegan formann framkvæmdastjórnarinnar, um deiluna sem upp er risin innan ESB. Í morgun dró Barroso til baka tillögu sína um skipun 25 manna stjórnar sambandsins, þar sem Buttiglione var á meðal, því það stefndi í að hún yrði felld vegna mikilla deilna um skipan Ítalans í embætti innanríkis- og dómsmálastjóra sambandsins. Andstæðingar Buttigliones, sem líklega er um það bil helmingur 732 þingmanna Evrópuþingsins, segja fordóma hans óþolandi og til þess fallna að kveikja einskonar borgarastyrjöld innan sambandsins. Buttiglione segir meðal annars að samkynhneigð sé synd og hefur auk þess andúð á einstæðum mæðrum og útivinnandi húsmæðrum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×