Erlent

Fátækt minnki um helming

Þau miðast meðal annars að því að minnka sára fátækt um helming í heiminum, að öll börn njóti grunnskólamenntunar, staða kynjanna verði jöfnuð á öllum skólastigum og að dregið verði stórlega úr barnadauða um leið og heilsuvernd verði aukin. Þetta kemur fram í stiklum utanríkisráðuneytisins um alþjóðamál. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að halda beri áfram að stuðla að sjálfbærri þróun. Stefnt er að því að þessum markmiðum verði náð í nokkrum áföngum fyrir árið 2015. Þá kemur fram að þrátt fyrir nokkurn árangur í baráttunni gegn fátækt og hungri, sérstaklega vegna aukinnar efnahagslegrar velmegunar Kína og Indlands, þá búi enn stór hluti mannkyns við örbirgð. Mikill munur er á framþróun milli heimsálfa og standa Afríkuríki sunnan Sahara sérstaklega höllum fæti þar sem um helmingur íbúa býr við sára fátækt, sama hlutfall og 1990.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×