Erlent

Lánuðu Bandaríkjamönnum hertól

Komið er í ljós að norsk stjórnvöld, sem sögðust á sínum tíma vera andvíg innrásinni í Írak, lánuðu Bandaríkjaher laser-ljósabúnað til að velja skotmörk, og ýmis önnur hertól, og sendu þau til Kúveit aðeins nokkrum dögum fyrir innrásina. Málið þykir því hið vandræðalegasta fyrir Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra og ríkisstjórn hans. Jan Petersen utanríkisráðherra reynir að bera í bætiflákana og segir að það hafi verið fullkomlega eðlilegt að lána bandalagsþjóð búnaðinn og að norsk stjórnvöld hafi ekki haft hugmynd um til hvers hefði átt á nota hann. Stjórnarandstaðann gefur ekkert fyrir þær fullyrðingar og krefur Bondevik skýringa, enda bendi allt til þess að búnaðurinn hafi verið notaður í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×