Erlent

Enn jarðskjálftar í Japan

Hús hrundu þegar jarðskjálftar riðu yfir norðurhluta Japans í morgun en engar fregnir hafa borist af manntjóni. Aðstæður í Japan voru vægast sagt slæmar í morgun þegar skjálftarnir riðu yfir. Yir hundrað þúsund manns hafast við í hjálparskýlum og hús eru illa farin eftir skjálftana um helgina og á mánudaginn. Mestur hluti svæðisins hefur líka verið án vatns, gas og rafmagns síðustu daga og fjöldi fólks hefur búið í tjöldum sínum og bílum af ótta við að vera innandyra ef annar skjálfti verður. Þrjátíu og einn lést í skjálftunum um helgina og á mánudaginn og í kringum tvö þúsund og fimm hundruð manns slösuðust. Stærsti skjálftinn í morgun var 6 á Richter en skömmu síðar fylgdi skjálfti upp á 4,2 á Richter. Hægt er að horfa á fréttina úr morgunsjónvarpi Stöðvar 2 með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Þar sést m.a. þegar konu ásamt tveimur börnum hennar er bjargað undan skriðu sem þau höfðu verið föst undir síðan í jarðskjálftanum á laugardaginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×