Erlent

Vilja ekki verja Milosevic

Verjendur Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, hafa óskað eftir því að verða leystir frá störfum og vilja ekki verja hann lengur í réttarhöldunum yfir honum hjá alþjóðastríðsdómstólnum í Haag. Talsmenn dómstólsins greindu frá þessu í morgun. Lögmennirnir voru á sínum tíma skipaðir til þess að flytja mál Milosevic vegna meintra stríðsglæpa hans. Þeir óska lausnar frá störfum þar sem þeir telja ekki hægt að verja forsetann fyrrverandi sem neiti allri samvinnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×