Erlent

Sviss í Schengen

Sviss gekk í dag formlega inn í Schengen-samtarfið en full þátttaka hefst ekki fyrr en á árinu 2007. Þá tekur Sviss þátt í Dyflinnarsamstarfi Evrópusambandsins ásamt Íslandi og Noregi um hvaða ríki skuli fara með umsókn um pólitískt hæli sem borin er fram í einhverju aðildarríkjanna. Á fundi dómsmálaráðherra ESB, Noregs og Íslands var ákveðið að stefna að því að í framtíðinni verði gefin út vegabréf með lífkennum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×