Erlent

Arafat til Parísar

Jasser Arafat, leiðtogi Palestínu, verður fluttur til Parísar til aðhlynningar. Læknar hans ákváðu þetta fyrir stundu eftir að frönsk stjórnvöld gáfu grænt ljós á það. Palestínsk stjórnvöld birtu fyrr í dag meðfylgjandi myndir af Arafat, og virtist hann vera við þokkalega heilsu. Fullyrt er að myndin hafi verið tekin laust fyrir hádegi í dag. Á myndunum situr Arafat brosmildur innan um lækna sína og virðist við ágæta líðan. Shua, eiginkona hans, kom í dag til Palestínu frá París þar sem hún býr.
MYND/REUTERS
Eiginkona Arafats, SuhaMYND/REUTERS



Fleiri fréttir

Sjá meira


×