Fleiri fréttir

Nýtt og breytt forsætisráðuneyti eftir fjögur ár

Stefnt er að því að ný viðbygging við stjórnarráðshúsið verði tilbúin eftir fjögur ár. Húsið mun leysa af hólmi skrifstofur forsætisráðuneytisins sem nú eru á sex stöðum í miðborginni.

Ástþór Magnússon kannar möguleika á flugrekstri

Hugmynd að stofnun nýs íslensks flugfélags hefur verið kynnt á vefsíðunni flyicelandic.is en að hugmyndinni standa miklir reynsluboltar, þ.á.m. Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og athafnamaður.

Létti líf fjölskyldunnar að fá hjól til afnota

Fjölda foreldra fatlaðra barna hefur verið neitað um niðurgreiðslu á hjóli fyrir börn sín hjá Sjúkratryggingum Íslands, þrátt fyrir að sjúkraþjálfari hafi sótt um. Foreldri langveikrar stúlku segir hjól nauðsynlegt hjálpartæki, sérstaklega fyrir börn sem þarfnast umönnunar allan daginn.

Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að.

Ormar, hundar, kettir og fuglar blessuð í tilefni dagsins

Sumardagurinn fyrsti bar nafn með rentu í dag þegar gamalt hitamet féll og hiti mældist næstum fimmtán gráður á höfuðborgarsvæðinu. Margir mættu á hátíðarhöld í tilefni dagsins víða um borgina. Í Grasagarðingum var verkið Fyssa endurvígt og ormar, kettir, hundar og páfagaukar fengu blessun í Grafarholti.

Matjurtagarðar Akureyrar verðlaunaðir

Þá fékk Grétar Jóhann Unnsteinsson, fyrrverandi skólastjóri Garðyrkjuskólans heiðusverðlaun garðyrkjunnar en hann er fæddur á Reykjum í Ölfusi 5. nóvember 1941. Unnsteinn Ólafsson, faðir Grétars var fyrsti skólastjóri Garðyrkjuskólans þegar hann var stofnaður 1939. Grétar tók við starfinu af föður sínum og var skólastjóri skólans í 32 ár.

Fyssa í Grasagarðinum endurvígð

Fyssa, listaverk Rúríar í Grasagarðinum í Laugardal, var endurvígð í dag þegar vatni var hleypt á hana eftir sex ára hlé.

Segir sjúkraliða ekki hafa sömu rödd innan Landspítalans

Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir að félagsmenn hafi ekki sömu rödd innan Landspítalans og hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, sem séu aðilar að Hjúkrunarráði spítalans sem standi vörð um hagsmuni þeirra.

Ópal innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir staðfest listeríusmit

Ópal sjávarfang innkallaði grafinn lax tveimur dögum eftir að Matvælastofnun hafði staðfest listeríusmit í vörum fyrirtækisins. Stofnunin gerði alvarlega athugasemd við að fyrirtækið hafi í fyrstu eingöngu innkallað grafinn lax þrátt fyrir að listería hafi einnig fundist í reyktum laxi og fjallableikju.

Saknar samráðs um Finnafjörð

Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli í Finnafirði, segir ekki hafa verið hlustað á hug sinn til mögulegrar stórskipa- og umskipunarhafnar í Finnafirði.

Ójafnt skipt eftir því hvar sjúkir eiga heima

Fjárhagsáhyggjur ofan á baráttu við illvíga sjúkdóma geta verið afar erfiðar við að etja, sér í lagi fyrir fólk á landsbyggðinni. Vegna veikinda sinna hefur Linda Sæberg Þorgeirsdóttir þurft flytja til Reykjavíkur á þriggja vikna fresti.

Samþykkt samninga fagnað

Kjarasamningarnir sem undirritaðir voru 3. apríl síðastliðinn voru samþykktir með miklum meirihluta atkvæða. Forsætisráðherra og aðilar vinnumarkaðarins fagna niðurstöðunum sem kynntar voru í gær.

Gefast upp vegna álags

Nýliðun meðal sjúkraliða hefur ekki gengið í takt við spár. Formaður Sjúkraliðafélagsins segir stéttina vera að gefast upp vegna vinnuálags á sama tíma og eftirspurn fer vaxandi.

Segir lágvöruverslanir spyrna á móti verðhækkunum

Verslunin Krónan hefur fengið 70 tilkynningar um verðhækkanir á vörum frá því síðasta haust. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir ýmsar ástæður liggja þar að baki bæði gengisbreytingar og launahækkanir.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 varar verkalýðsforystan fyrirtæki við því að hækka verð vegna nýsamþykktra kjarasamninga og minnir á uppsagnarákvæði samninganna sem geti verið beitt á næsta ári.

VÍS hættir útleigu á barnabílstólum

Tryggingafélagið VÍS ætlar að hætta útleigu á barnabílstólum en félagið hefur boðið viðskiptavinum sínum bílastóla til útleigu fyrir börnin sín undanfarin 25 ár.

Segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur haft samband við tvö erlend fyrirtæki vegna dýpkunar Landeyjahafnar. Ráðið krefst þess að Vegagerðin leiti út fyrir landsteinanna eftir hjálp til að opna höfnina. Formaður bæjarráðs segir langvarandi lokun Landeyjahafnar vera fíaskó af hálfu eiganda hennar.

Fjölgun listeríusýkinga

Listeríusýkingum hefur fjölgað undanfarna áratugi hér á landi en kona á fimmtugsaldri lést eftir að hafa borða sýktan lax um síðustu jól. Bakterían veldur nánast aldrei sjúkdómi hjá fullfrísku ungu fólki. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu.

Sjá næstu 50 fréttir