Innlent

Líkamsárás og eignaspjöll í Hlíðunum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um líkamsárás og eignaspjöll í Hlíðunum laust fyrir klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Maður var handtekinn grunaður um árásina og vistaður í fangaklefa. Ekki er vitað um meiðsl árásarþola.

Þetta kom fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en hún hafði í nógu að snúast í nótt.

Lögregla stöðvaði ökumann í Laugardalnum laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna, innbrot, þjófnað og nytjastuld bifreiðar. Maðurinn hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.

Um hálf tólf leytið í gærkvöldi var lögreglu tilkynnt um innbrot í bifreið í Miðbænum. Ekki er vitað hver var að verki en viðkomandi braut rúðu bifreiðarinnar og stal úlpu.

Laust fyrir klukkan fjögur í nótt var lögreglu tilkynnt um umferðaróhapp í Garðabæ en ökumaður hafði ekið á stólpa. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna og var hann vistaður í fangaklefa.

Klukkan 01:18 stöðvaði lögregla bifreið í Breiðholti. Henni reyndist hafa verið stolið og var auk þess með röng skráningarnúmer. Ökumaður er grunaður um vörslu fíkniefna, nytjastuld bifreiðar og þjófnað á skráningarnúmerum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.