Innlent

Saknar samráðs um Finnafjörð

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli í Finnafirði, segir ekki hafa verið hlustað á hug sinn til mögulegrar stórskipa- og umskipunarhafnar í Finnafirði.
Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli í Finnafirði, segir ekki hafa verið hlustað á hug sinn til mögulegrar stórskipa- og umskipunarhafnar í Finnafirði. Fréttablaðið/Pjetur
Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli í Finnafirði, segir ekki hafa verið hlustað á hug sinn til mögulegrar stórskipa- og umskipunarhafnar í Finnafirði. Umrædd framkvæmd mun hafa mikil áhrif á jörð hans þar sem hann yrði næsti ábúandi við tilvonandi höfn. Hann segir hugmyndirnar ekki alveg ríma við þá uppbyggingu sem hann sé með á jörð sinni.

„Ég er neikvæður í garð þessara mögulegu framkvæmda því ég tel þetta ekki til hagsbóta. Þetta er heldur ekki í nokkrum tengslum við það sem ég er að byggja upp sem er ferðaþjónusta á jörðinni minni. Þar er ég að selja ósnortna náttúru, kyrrðina, hvað við erum afskekkt og á landsvæði sem hefur ekki verið breytt af mannavöldum. Því myndu þessi áform hafa afar mikil áhrif á það.“

Jörð Reimars er rétt utan mögulegs byggingasvæðis hafnarinnar og hann telur ólíklegt að hér sé um að ræða umhverfisvæna höfn eins og menn hafa reynt að selja upp á síðkastið. „Auðvitað mun þetta hafa mikil umhverfisáhrif og ég tala nú ekki um ef slys ber að höndum. Einnig fannst okkur leiðinlegt að það hafi í rauninni ekki verið rætt við okkur ábúendur fyrr en verkefnið var eiginlega klappað og klárt í sveitarstjórninni,“ segir Reimar.

Þýska fyrirtækið BremenPort mun byggja höfnina að sögn Elíasar Péturssonar, sveitarstjóra Langanesbyggðar. Engir fjármunir munu því koma frá ríki eða sveitarfélaginu til uppbyggingar hafnarinnar.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×