Fjölgun listeríusýkinga Sighvatur Jónsson skrifar 24. apríl 2019 12:15 Listeríubakteríur ræktaðar. Vísir/Getty Í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins kemur fram að kona á fimmtugsaldri lést eftir að hún greindist með listeríusýkingu hér á landi eftir að hafa borðað reyktan og grafinn lax um síðustu jól. Þar kemur fram að konan hafi verið með undirliggjandi ónæmisbælingu. Listeríusýking var staðfest með því að rækta bakteríuna úr leifum laxins sem voru geymdar í frysti á heimilinu. Á vef embættis landlæknis kemur fram að listería sé baktería sem finnist hjá fjölda dýrategunda. Helsta smitleið bakteríunnar er með matvælum. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. Nýfædd börn og fóstur í móðurkviði eru í aukinni hættu á að sýkjast sem getur leitt til fósturláts eða dauða.Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.vísir/valliListeríusýkingar sjaldgæfar Á síðasta ári voru listeríusýkingar þrjár en sjö árið þar áður. Árin 2015 og 2016 komu engin tilfelli upp. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að fullyrða um aukningu listeríusýkinga en segir vísbendingar þar um. „Það er einkum tvennt sem gæti stuðlað að aukningu. Í fyrsta lagi breyttar matarvenjur fólks, fólk er farið að borða meira af hráu kjöt og hráum fiski en áður var. Svo erum við líka með aukinn fjölda af einstaklingum sem eru annaðhvort á ónæmisbælandi lyfjum eða með ónæmisbælandi sjúkdóma. Þegar þetta tvennt fer saman þá gætum við verið að sjá aukningu á svona sýkingum.“ Þórólfur segir að í venjulegum tilfellum eigi heilbrigt fólk að geta borðað hrátt kjöt og hráan fisk án ótta við listeríusýkingu. Brýna þurfi fyrir ófrískum konum að fara varlega með hrátt fæði. Heilbrigðismál Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins kemur fram að kona á fimmtugsaldri lést eftir að hún greindist með listeríusýkingu hér á landi eftir að hafa borðað reyktan og grafinn lax um síðustu jól. Þar kemur fram að konan hafi verið með undirliggjandi ónæmisbælingu. Listeríusýking var staðfest með því að rækta bakteríuna úr leifum laxins sem voru geymdar í frysti á heimilinu. Á vef embættis landlæknis kemur fram að listería sé baktería sem finnist hjá fjölda dýrategunda. Helsta smitleið bakteríunnar er með matvælum. Hár aldur, mikil áfengisneysla og skerðing á ónæmiskerfi auka mikið líkur á sýkingu. Nýfædd börn og fóstur í móðurkviði eru í aukinni hættu á að sýkjast sem getur leitt til fósturláts eða dauða.Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.vísir/valliListeríusýkingar sjaldgæfar Á síðasta ári voru listeríusýkingar þrjár en sjö árið þar áður. Árin 2015 og 2016 komu engin tilfelli upp. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að fullyrða um aukningu listeríusýkinga en segir vísbendingar þar um. „Það er einkum tvennt sem gæti stuðlað að aukningu. Í fyrsta lagi breyttar matarvenjur fólks, fólk er farið að borða meira af hráu kjöt og hráum fiski en áður var. Svo erum við líka með aukinn fjölda af einstaklingum sem eru annaðhvort á ónæmisbælandi lyfjum eða með ónæmisbælandi sjúkdóma. Þegar þetta tvennt fer saman þá gætum við verið að sjá aukningu á svona sýkingum.“ Þórólfur segir að í venjulegum tilfellum eigi heilbrigt fólk að geta borðað hrátt kjöt og hráan fisk án ótta við listeríusýkingu. Brýna þurfi fyrir ófrískum konum að fara varlega með hrátt fæði.
Heilbrigðismál Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent