Innlent

Slasaðist við fjögurra metra fall í álverinu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Álver Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirði.
Álver Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirði. vísir/valli

Starfsmaður álvers Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins á þriðja tímanum í dag.

Hann var fluttur með sjúkrabíl til Neskaupsstaðar en áverkar hans voru taldir slíkir að ákveðið var að fljúga honum á Landspítalann í Fossvogi. 

Ríkisútvarpið greindi fyrst frá slysinu en ekki fást frekari upplýsingar um líðan mannsins. Slysið hefur verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.