Innlent

Slasaðist við fjögurra metra fall í álverinu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Álver Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirði.
Álver Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirði. vísir/valli
Starfsmaður álvers Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði féll fjóra metra á merktri gönguleið í skautsmiðju álversins á þriðja tímanum í dag.

Hann var fluttur með sjúkrabíl til Neskaupsstaðar en áverkar hans voru taldir slíkir að ákveðið var að fljúga honum á Landspítalann í Fossvogi. 

Ríkisútvarpið greindi fyrst frá slysinu en ekki fást frekari upplýsingar um líðan mannsins. Slysið hefur verið tilkynnt til Vinnueftirlitsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×