Innlent

Hitamet sumarsdagsins fyrsta slegið þrátt fyrir rykmistur frá Sahara-eyðimörkinni

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Svifryk mældist hærra en vanalega vegna rykmisturs frá Afríku.
Svifryk mældist hærra en vanalega vegna rykmisturs frá Afríku. veðurstofa Íslands

Í morgun skein sól í gegnum rykmistur sem á upptök sín í Sahara-eyðimörkinni. Sólin sást þó ekki eins vel í Reykjavík og spár gerðu ráð fyrir vegna afríska rykmistursins.

Þetta kemur fram í færslu veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Svifryk mælist af þessum sökum meira en venjulega eins og sjá má á vefsíðu Umhverfisstofnunar um loftgæði.

Þrátt fyrir þetta tókst að fella hitamet sumardagsins fyrsta í Reykjavík frá árinu 1998 sem var 13,5 °C. Í hádeginu sýndi hitamælir Veðurstofunnar 14,1°C í hádeginu.

„Ekki er ólíklegt að hiti mælist enn hærri næstu klukkustundirnar,“ segir ennfremur í pistlinum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.