Innlent

Verslunarmenn samþykktu samninga með miklum meirihluta

Birgir Olgeirsson skrifar
Kjarasamningarnir voru samþykktur með miklum meirihluta atkvæða hjá öllum verslunarmannafélögum og deildum verslunarmanna innan LÍV.
Kjarasamningarnir voru samþykktur með miklum meirihluta atkvæða hjá öllum verslunarmannafélögum og deildum verslunarmanna innan LÍV. Fréttablaðið/Ernir

Niðurstöður rafrænna atkvæðagreiðslna aðildarfélaga Landssambands íslenskra verzlunarmanna um nýgerða kjarasamninga liggja nú fyrir.

Kjarasamningarnir voru samþykktur með miklum meirihluta atkvæða hjá öllum verslunarmannafélögum og deildum verslunarmanna innan LÍV.

Kjörsókn um samning SA var 20,75% og um samning FA 26,67%.

Á kjörskrá um samning milli aðildarfélaga LÍV og SA voru 37.375 félagsmenn og sögðu 88,40% já en nei 9,71%.

Á kjörskrá um kjarasamningi milli aðildarfélaga LÍV og FA voru 1.732 félagsmenn og sögðu 88,74% já en nei 10,17%.

Innan LÍV eru 10 verslunarmannafélög og deildir verslunarmanna og fór atkvæðagreiðslan fram frá 11. - 15 apríl hjá sex af aðildarfélögum sambandsins og frá 12. - 23. apríl hjá fjórum þeirra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.