Innlent

Ormar, hundar, kettir og fuglar blessuð í tilefni dagsins

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar

Sumardagurinn fyrsti bar nafn með rentu í dag þegar gamalt hitamet féll og hiti mældist næstum fimmtán gráður á höfuðborgarsvæðinu. Margir mættu á hátíðarhöld í tilefni dagsins víða um borgina. Í Grasagarðingum var verkið Fyssa endurvígt og ormar, kettir, hundar og páfagaukar fengu blessun í Grafarholti.

Sumarið tók vel á móti landsmönnum í dag og á flestum stöðum á landinu rættust góðviðrisspár Veðurstofunnar. Sólin létu þó nokkuð bíða eftir sér á höfuðborgarsvæðinu vegna rykmisturs sem var ættað alla leið frá Sahara-eyðimörkinni. En hún lét þó sjá sig og fór hiti í fjórtán komma sjö gráður þegar heitast var og féll þar með gamalt hitamet á sumardaginn fyrsta frá árinu 1998 þegar hiti mældist 13,5 gráður.

Dagurinn byrjaði vel í Guðríðarkirkju í Grafarholti þar sem boðið var uppá dýrablessun í tilefni dagsins en slíkt hefur verið þar í boði um árabil að sögn sóknarprestsins Leifs Ragnars Jónssonar. Hann segir að þessi siður sé gamall og þekktur víða erlendis og tengist heilögum Frans frá Assisí sem var mikill dýravinur.   Þær Anna og Karen komu með fyrstu dýrin sem voru átta ánamaðkar sem Leifur blessaði. Hundar, kettir og páfagaukar fengu einnig blessun í tilefni dagsins. 
 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.