Kínverskur meistaranemi fær viðurkenningu fyrir afburða námsárangur í íslensku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. apríl 2019 19:15 Kínverskur meistaranemi í íslenskum bókmenntum hefur á örfáum árum náð svo góðum tökum á íslensku að hann hlaut í dag viðurkenningu fyrir afburða árangur í námi. Hann hefur tekið upp nafnið Halldór og þýtt fjölda íslenskra skáldverka á kínversku. Vinafélag Árnastofnunar veitti í dag í fyrsta skipti tveimur afburðanemendum í íslenskum fræðum viðurkenningar fyrir árangur í námi og vill þannig undirstrika mikilvægi þess að nám í íslenskum fræðum sé eftirsóknavert og rannsóknir nauðsynlegar. Ásbjörg Benediktsdóttir hlaut verðlaun fyrir árangur í íslenskri málfræði og hinn kínverski Halldór Xinyu Zhang sem hefur búið hér á landi í fjögur ár fyrir námsárangur í íslenskum bókmenntum. Hann segir að rekja megi áhuga sinn á íslensku til margra hluta. „Ég hef fyrst og fremst áhuga á menningu, tungumálum og bókmenntum og íslensk menning og bókmenntir eru hluti af margslunginni menningu heimsins,“ segir Halldór. Hann byrjaði að læra íslensku í háskólanámi í Peking þar sem tveir kennarar kenndu tungumálið annar íslenskur og hinn kínverskur. Eftir það ákvað hann að koma hingað til lands og læra meira. Kristján Kristjánsson formaður Vinafélags Árnastofnunar segir skemmtilegt að hafa getað veitt námsmanni sem kemur alla leið frá Kína viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íslensku. „Hann byrjar að læra íslensku sem annað tungumál fer síðan í bókmenntir sem er mjög flókið á öðru tungumáli og síðan nær hann þessum afburða árangri,“ segir Kristján. Og Halldór sem stefnir á doktorsnám í íslensku er þakklátur fyrir viðurkenninguna í dag. „Ég bjóst nú ekki við þessari viðurkenningu en ég er bara mjög þakklátur og segi bara takk,“ segir Halldór að lokum. Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Kínverskur meistaranemi í íslenskum bókmenntum hefur á örfáum árum náð svo góðum tökum á íslensku að hann hlaut í dag viðurkenningu fyrir afburða árangur í námi. Hann hefur tekið upp nafnið Halldór og þýtt fjölda íslenskra skáldverka á kínversku. Vinafélag Árnastofnunar veitti í dag í fyrsta skipti tveimur afburðanemendum í íslenskum fræðum viðurkenningar fyrir árangur í námi og vill þannig undirstrika mikilvægi þess að nám í íslenskum fræðum sé eftirsóknavert og rannsóknir nauðsynlegar. Ásbjörg Benediktsdóttir hlaut verðlaun fyrir árangur í íslenskri málfræði og hinn kínverski Halldór Xinyu Zhang sem hefur búið hér á landi í fjögur ár fyrir námsárangur í íslenskum bókmenntum. Hann segir að rekja megi áhuga sinn á íslensku til margra hluta. „Ég hef fyrst og fremst áhuga á menningu, tungumálum og bókmenntum og íslensk menning og bókmenntir eru hluti af margslunginni menningu heimsins,“ segir Halldór. Hann byrjaði að læra íslensku í háskólanámi í Peking þar sem tveir kennarar kenndu tungumálið annar íslenskur og hinn kínverskur. Eftir það ákvað hann að koma hingað til lands og læra meira. Kristján Kristjánsson formaður Vinafélags Árnastofnunar segir skemmtilegt að hafa getað veitt námsmanni sem kemur alla leið frá Kína viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í íslensku. „Hann byrjar að læra íslensku sem annað tungumál fer síðan í bókmenntir sem er mjög flókið á öðru tungumáli og síðan nær hann þessum afburða árangri,“ segir Kristján. Og Halldór sem stefnir á doktorsnám í íslensku er þakklátur fyrir viðurkenninguna í dag. „Ég bjóst nú ekki við þessari viðurkenningu en ég er bara mjög þakklátur og segi bara takk,“ segir Halldór að lokum.
Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira