Innlent

Frítt í sund og Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á sumardaginn fyrsta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Reikna má með að fólk fjölmenni í Laugardalslaug.
Reikna má með að fólk fjölmenni í Laugardalslaug. visir/rakel
Frítt verður í sundlaugar í Reykjavík og Fjölskyldu og húsdýragarðinn fyrir alla, allan daginn á morgun sumardaginn fyrsta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavík.Skátarnir verða með hoppukastala og allskonar skemmtilegt skátafjör við sundlaugarnar og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á eftirfarandi tímum:Árbæjarlaug kl. 13:00-16:00

Fjölskyldu- og húsdýragarð kl. 11:00-14:00

Grafarvogslaug kl. 13:00-16:00

Breiðholtslaug kl. 10:00-12:00

Sundhöll Reykjavíkur kl. 13:00-16:00

Laugardalslaug kl. 13:00-16:00

Vesturbæjarlaug kl. 11:00-13:00Víkingar verða með sumarhátíð í Bústaðahverfi, þar verður boðið upp á heitar pylsur, farið í skrúðgöngu, skemmtidagskrá í Bústaðakirkju og hopp og hí í félagsheimilinu Víkinni. Sjá dagskrá Sumardagsins fyrsta í Bústaðahverfi.Í Grafarholti hefst Framhlaupið í Leirdalnum klukkan 10.00, gestir fá að spreyta sig á frisbígolfi, klukkan 11.00 verður dýrablessun í Guðríðarkirkju og 12.30 verður skrúðganga sem leggur af stað frá Sæmundarskóla, með lúðrasveit Grafarvogs og Grafarholts í broddi fylkingar.Boðið verður upp á alls kyns skemmtiatriði í Guðríðarkirkju, Friðrik Dór tekur lagið og haldið verður bingó. Grafarholtsbúar kynnið ykkur dagskrá Sumardagsins fyrsta í Grafarholti.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.