Innlent

Frítt í sund og Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á sumardaginn fyrsta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Reikna má með að fólk fjölmenni í Laugardalslaug.
Reikna má með að fólk fjölmenni í Laugardalslaug. visir/rakel

Frítt verður í sundlaugar í Reykjavík og Fjölskyldu og húsdýragarðinn fyrir alla, allan daginn á morgun sumardaginn fyrsta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavík.

Skátarnir verða með hoppukastala og allskonar skemmtilegt skátafjör við sundlaugarnar og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum á eftirfarandi tímum:

Árbæjarlaug kl. 13:00-16:00
Fjölskyldu- og húsdýragarð kl. 11:00-14:00
Grafarvogslaug kl. 13:00-16:00
Breiðholtslaug kl. 10:00-12:00
Sundhöll Reykjavíkur kl. 13:00-16:00
Laugardalslaug kl. 13:00-16:00
Vesturbæjarlaug kl. 11:00-13:00

Víkingar verða með sumarhátíð í Bústaðahverfi, þar verður boðið upp á heitar pylsur, farið í skrúðgöngu, skemmtidagskrá í Bústaðakirkju og hopp og hí í félagsheimilinu Víkinni. Sjá dagskrá Sumardagsins fyrsta í Bústaðahverfi.

Í Grafarholti hefst Framhlaupið í Leirdalnum klukkan 10.00, gestir fá að spreyta sig á frisbígolfi, klukkan 11.00 verður dýrablessun í Guðríðarkirkju og 12.30 verður skrúðganga sem leggur af stað frá Sæmundarskóla, með lúðrasveit Grafarvogs og Grafarholts í broddi fylkingar.

Boðið verður upp á alls kyns skemmtiatriði í Guðríðarkirkju, Friðrik Dór tekur lagið og haldið verður bingó. Grafarholtsbúar kynnið ykkur dagskrá Sumardagsins fyrsta í Grafarholti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.