Létti líf fjölskyldunnar að fá hjól til afnota Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. apríl 2019 20:00 Fjölskyldan segir hjólið mikilvægt hjálpartæki, enda sé það partur í að auka við þroska Sunnu. Fjölda foreldra fatlaðra barna hefur verið neitað um niðurgreiðslu á hjóli fyrir börn sín hjá Sjúkratryggingum Íslands, þrátt fyrir að sjúkraþjálfari hafi sótt um. Foreldri langveikrar stúlku segir hjól nauðsynlegt hjálpartæki, sérstaklega fyrir börn sem þarfnast umönnunar allan daginn. Hjólin séu dýr og ekki á færi allra að kaupa þau. Dóttir Sigurðar Jóhannessonar er með AHC sjúkdóminn sem lýsir sér þannig að hún fær reglulega krampa sem valda ýmiskonar eftirköstum og stundum tímabundinni lömun. Hún er þrettán ára gömul og notast við hjólastól. Lífsgæði hennar eru skert að mörgu leyti en eftir að vinur Sigurðar safnaði fyrir hjóli sem fjölskyldan nýtir sér jókst þroski hennar og umönnun foreldranna varð auðveldari. Sigurður segist ekki skilja hvers vegna svona mörg fötluð börn fái neitun um niðurgreiðslu á hjóli hjá Sjúkratryggingum. Hjólin kosti frá hálfri milljón upp í rúma milljón. „Þetta er bara gjörsamlega búið að breyta öllu varðandi umönnun fyrir Sunnu því að henni líður svo vel á hjólinu og finnst svo gott að fara út að hjóla og um leið og henni líður betur þá líður allri fjölskyldunni betur. Fyrir utan það að hún er búin að þroskast alveg gríðarlega við að geta farið á aðra staði sem hún komst ekki á áður," segir Sigurður. Hann segir foreldra fá neitun af ýmsum ástæðum og gefast á endanum upp áþví að reyna. Til að sækja um hjól þurfi sjúkraþjálfari, læknir eða iðjuþjálfari að skila inn umsókn. Hann bendir á aðí Hollandi til dæmis séu hjól sem þessi niðurgreidd að fullu enda talin hjálpartæki fyrir fatlaða. „Það er dálítið furðulegt ef þú ert að tala um hjálpartæki fyrir fatlað barn þá segir það sig sjálft að oftast geti það ekki hjólað sjálft. Þá fær það ekki hjól af því það þarf einhver að hjálpa þeim. Það má heldur ekki hafa rafmagnsstuðning. Það er bannað. Það er svolítil mótsögn í þessu að vera að niðurgreiða hjálpartæki fyrir fötluð börn en þau mega ekki vera fötluð,“ segir hann. Heilbrigðismál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Fjölda foreldra fatlaðra barna hefur verið neitað um niðurgreiðslu á hjóli fyrir börn sín hjá Sjúkratryggingum Íslands, þrátt fyrir að sjúkraþjálfari hafi sótt um. Foreldri langveikrar stúlku segir hjól nauðsynlegt hjálpartæki, sérstaklega fyrir börn sem þarfnast umönnunar allan daginn. Hjólin séu dýr og ekki á færi allra að kaupa þau. Dóttir Sigurðar Jóhannessonar er með AHC sjúkdóminn sem lýsir sér þannig að hún fær reglulega krampa sem valda ýmiskonar eftirköstum og stundum tímabundinni lömun. Hún er þrettán ára gömul og notast við hjólastól. Lífsgæði hennar eru skert að mörgu leyti en eftir að vinur Sigurðar safnaði fyrir hjóli sem fjölskyldan nýtir sér jókst þroski hennar og umönnun foreldranna varð auðveldari. Sigurður segist ekki skilja hvers vegna svona mörg fötluð börn fái neitun um niðurgreiðslu á hjóli hjá Sjúkratryggingum. Hjólin kosti frá hálfri milljón upp í rúma milljón. „Þetta er bara gjörsamlega búið að breyta öllu varðandi umönnun fyrir Sunnu því að henni líður svo vel á hjólinu og finnst svo gott að fara út að hjóla og um leið og henni líður betur þá líður allri fjölskyldunni betur. Fyrir utan það að hún er búin að þroskast alveg gríðarlega við að geta farið á aðra staði sem hún komst ekki á áður," segir Sigurður. Hann segir foreldra fá neitun af ýmsum ástæðum og gefast á endanum upp áþví að reyna. Til að sækja um hjól þurfi sjúkraþjálfari, læknir eða iðjuþjálfari að skila inn umsókn. Hann bendir á aðí Hollandi til dæmis séu hjól sem þessi niðurgreidd að fullu enda talin hjálpartæki fyrir fatlaða. „Það er dálítið furðulegt ef þú ert að tala um hjálpartæki fyrir fatlað barn þá segir það sig sjálft að oftast geti það ekki hjólað sjálft. Þá fær það ekki hjól af því það þarf einhver að hjálpa þeim. Það má heldur ekki hafa rafmagnsstuðning. Það er bannað. Það er svolítil mótsögn í þessu að vera að niðurgreiða hjálpartæki fyrir fötluð börn en þau mega ekki vera fötluð,“ segir hann.
Heilbrigðismál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira