Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 varar verkalýðsforystan fyrirtæki við því að hækka verð vegna nýsamþykktra kjarasamninga og minnir á uppsagnarákvæði samninganna sem geti verið beitt á næsta ári.

Þá segjum við frá dómi yfir hjónum sem í dag voru dæmd fyrir gróf kynferðisbrot gegn börnum sínum.

Flugrekstrarhluti WOW úreldist hratt að sögn forstjóra Samgöngustofu og Valitor var í dag dæmt til að greiða Datacell og rekstrarfélagi Wikileaks rúman milljarð í bætur fyrir að hafa skrúfað fyrir kortaviðskipti þeirra.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×