Innlent

Margt í starfsháttum starfsmannaleigu kalli á lögreglurannsókn

Sighvatur Jónsson skrifar

Lögmaður segir margt við starfshætti starfsmannaleigunnar Menn í vinnu kalla á lögreglurannsókn. Meðal annars þurfi að skoða persónulega ábyrgð stjórnenda leigunnar vegna vangoldinna launa. Framkvæmdastjóri Eflingar varar við nýstofnaðri starfsmannaleigu sem hann segir vera dæmi um sígilt kennitöluflakk.

Forsvarsmaður starfsmannaleigunnar Menn í vinnu, Halla Rut Bjarnadóttir, hefur ekki viljað tjá sig um málið við fréttastofu. Hún sagði í viðtali við RÚV í dag að starfsmannaleigan væri að fara í þrot vegna lyga. Fyrirtækið eigi fyrir útistandandi skuldum.

Í umfjöllun Vísis hefur verið bent á að skráður eigandi nýju starfsmannaleigunnar Seiglu heitir það sama og sonur Höllu Rutar og er auk þess á sama aldri og hann.

Úr stofnskrá starfsmannaleigunnar Seigla ehf. Vísir/Tótla

Framkvæmdastjóri Eflingar, Viðar Þorsteinsson, telur það nokkuð ljóst að þarna séu nátengdir aðilar á ferðinni. „Þetta virðist vera sígilt kennitöluflakk.“

Viðar segist þó ekki vita hvort sömu starfsmenn eru skráðir á leigunum tveimur. Hann minnir á að fyrirtæki sem leigi starfsmenn af slíkum leigum beri líka ábyrgð varðandi kjör þeirra.

Ragnar Aðalsteinsson lögmaður skoðar réttindi starfsmanna hjá Mönnum í vinnu. Hann segir að beðið sé viðbragða við kröfubréfum sem hafi verið send út. Ragnar segir margt varðandi vinnubrögð starfsmannaleigunnar gefa tilefni til lögreglurannsóknar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.