Innlent

Aflýsa óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu í Öxarfirði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jarðskjálftahrinan hófst í mars síðastliðnum.
Jarðskjálftahrinan hófst í mars síðastliðnum.
Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi Eystra, hefur ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu í Öxarfirði. Þessi ákvörðun er byggð á mati Veðurstofunnar um að hrinunni sé lokið. 

Óvissustigi vegna jarðskjálfta í Öxarfirði var lýst yfir 28. mars síðastliðinn vegna jarðskjálftahrinu sem byrjaði 23. mars en mælst hafa þúsundir skjálfta á svæðinu síðan þá. Virknin var mest dagana 27. - 29. mars þegar skjálftarnir voru á bilinu fimm til áttahundruð á dag. 

Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað, að því er fram kemur á vef Almannavarna. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila og almennings.

Því ferli sem fer í gang vegna yfirlýsingar óvissustigis er lokið en Veðurstofan vaktar eftir sem áður jarðskjálfta á landinu öllu. 


Tengdar fréttir

Of snemmt að segja hvort jarðskjálftahrinan sé í rénun

Jarðskjálfti af stærðinni þrír komma þrír mældist um þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Skjálftavirkni við Kópasker hefur dregist saman, en áfram mælast smáskjálftar á upptakasvæðinu.

Hátt í 2500 skjálftar á einni viku

Hátt í 2500 jarðskjálftar hafa mælst síðan skjálftahrina hófst í Öxarfirði fyrir viku síðan. Óvissustig er enn í gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×