Innlent

Hjón hlutu þunga dóma fyrir kynferðisbrot gegn börnum sínum

Birgir Olgeirsson skrifar
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/GVA
Hjón á Suðurnesjum voru dæmd til fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir gróf kynferðisbrot gegn börnum sínum. Dómur féll klukkan eitt í dag en maðurinn var dæmdur til sex ára fangelsisvistar en konan fimm ára fangelsisvistar.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari sótti málið gegn hjónunum en hún segir í samtali við Vísi að dómurinn í samræmi við það sem ákæruvaldið fór fram á.Þau voru bæði ákærð fyrir að hafa nauðgað dóttur konunnar, sem er stjúpdóttir mannsins, snemma á síðasta ári, tekið myndir og myndbönd af brotunum; fyrir að hafa veitt henni áfengi og fyrir að hafa framleitt myndefni sem sýndi hana á kynferðislegan hátt.Þau voru einnig ákærð fyrir brot gegn yngri dóttur sinni en brotin gegn eldri stúlkunni voru framin að þeirri yngri viðstaddri.Þá var maðurinn ákærður fyrir vörslu barnakláms, vopnalagabrot og fyrir ítrekuð brot í nánu sambandi gegn syni sínum og dóttur með því að hafa rassskellt þau ítrekað á sjö ára tímabili.Hjónin játuðu hluta brotanna við þingfestingu í nóvember síðastliðnum en neituðu sök í öðrum ákæruliðum.Dóttur konunni voru dæmdar 2,5 milljónir króna í bætur en aðrir brotaþolar í málinu fengu lægri bætur.Eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp fór ákæruvaldið fram á að hjónin yrðu úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald til ágúst næstkomandi. Hafa hjónin þrjátíu daga til að áfrýja málinu, geri þau það ekki fellur gæsluvarðhaldið niður og þau hefja afplánun.

Tengd skjöl


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.