Munaði aðeins einu atkvæði hjá Öldunni: „Menn greiddu atkvæði með hlutleysi núna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2019 12:17 Það munaði aðeins einu atkvæði á þeim sem studdu samninginn og þeim sem höfnuðu honum. Vísir/getty Niðurstöður atkvæðagreiðslna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands sýna þegar á heildina litið afgerandi stuðning við nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins en þó með einni undantekningu því afar mjótt var á mununum hjá félagsmönnum stéttarfélagsins Öldunnar í Skagafirði. Það munaði aðeins einu atkvæði á þeim sem studdu samninginn og þeim sem höfnuðu honum. Á kjörskrá voru 520 manns sem störfuðu samkvæmt kjarasamningi SGS og SA í janúar og febrúar. 29 félagsmenn ljáðu samningnum samþykki sitt í atkvæðagreiðslu sem hefur staðið yfir undanfarna daga en 28 félagsmenn höfnuðu honum. Kjarasamningurinn er því samþykktur. Það var síðan einn félagsmaður sem tók ekki afstöðu í atkvæðagreiðslunni.Hefur meiri áhyggjur af dræmri þátttöku Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar, segist hafa meiri áhyggjur af dræmri þátttöku félagsmanna Öldunnar í atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn en klofna afstöðu þeirra 58 félagsmanna sem greiddu atkvæði. „Ég viðurkenni það alveg að það hefði verið skrítin staða sem ég væri í ef þetta yrði eina félagið sem hefði fellt samninginn. Það væri mjög skrítin staða. Það er miklu betra ef allir eru sammála,“ segir Þórarinn. Kjörsókn var sem fyrr segir með dræmasta móti en 58 félagsmenn af þeim 520 sem voru á kjörskrá sögðu sína skoðun með því að greiða atkvæði.Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta hjá Starfsgreinasambandi Íslands með einni undantekningu, Öldunni. Í tölfunni hér að neðan eru sundurliðaðar upplýsingar um þátttöku í atkvæðagreiðslunni eftir aðildarfélögum.SGSOf margir óvissuþættir og efins með stjórnvöld Inntur eftir viðbrögðum við dræmri kjörsókn segist Þórarinn ekki hafa svör á reiðum höndum. Hann hafi þó heyrt félagsmenn sína viðra þá skoðun að of mikil óvissa væri uppi um þann samning sem var skrifað undir í byrjun apríl. Félagsmenn hefðu ekki allir verið sannfærðir um að óvissuþættir á borð við hagvaxtaraukann og lækkun stýrivaxta kæmu til framkvæmda. Þetta hefði farið í taugarnar á sumum. „Ég skildi það þannig þegar ég var á kynningarfundi að það væri þessi óvissa um hvað kæmi frá ríkinu og fólk bara vantrúa á það. Það var vantraust.“ „Menn greiddu atkvæði með hlutleysi núna“ Þórarinn segir að á næstu dögum þurfi verkalýðsforystan að rýna í það sem betur hefði mátt fara. Mögulega þyrfti að skoða hvort hið rafræna kerfi virkaði sem skyldi því hann hefði heyrt dæmi þess að kerfið hefði frosið með þeim afleiðingum að fólk hætti við að greiða atkvæði. „Menn greiddu atkvæði með hlutleysi núna,“ segir Þórarinn. Það hljóti að vera hluti af skýringunni. „Við þurfum að rýna í þetta sjálf, hvar við höfum klikkað í því að koma þessu á framfæri við fólk, það ætti að taka afstöðu og segja sína skoðun en vissulega það er mikill meirihluti sem er jákvæður gagnvart þessu alls staðar nema hjá mér. Verðum við ekki bara að líta svo á að það séu meirihlutaskoðanirnar sem hafi komið fram?“ Aldan varð til við sameiningu Verkalýðsfélagsins Fram og Verkakvennafélagsins Öldunnar. Félagið tók til starfa í ársbyrjun 2001.Fréttin var uppfærð kl. 14:22 og við bættist viðtal við formann Öldunnar. Kjaramál Tengdar fréttir Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06 Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent. 24. apríl 2019 10:04 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Niðurstöður atkvæðagreiðslna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands sýna þegar á heildina litið afgerandi stuðning við nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins en þó með einni undantekningu því afar mjótt var á mununum hjá félagsmönnum stéttarfélagsins Öldunnar í Skagafirði. Það munaði aðeins einu atkvæði á þeim sem studdu samninginn og þeim sem höfnuðu honum. Á kjörskrá voru 520 manns sem störfuðu samkvæmt kjarasamningi SGS og SA í janúar og febrúar. 29 félagsmenn ljáðu samningnum samþykki sitt í atkvæðagreiðslu sem hefur staðið yfir undanfarna daga en 28 félagsmenn höfnuðu honum. Kjarasamningurinn er því samþykktur. Það var síðan einn félagsmaður sem tók ekki afstöðu í atkvæðagreiðslunni.Hefur meiri áhyggjur af dræmri þátttöku Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar, segist hafa meiri áhyggjur af dræmri þátttöku félagsmanna Öldunnar í atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn en klofna afstöðu þeirra 58 félagsmanna sem greiddu atkvæði. „Ég viðurkenni það alveg að það hefði verið skrítin staða sem ég væri í ef þetta yrði eina félagið sem hefði fellt samninginn. Það væri mjög skrítin staða. Það er miklu betra ef allir eru sammála,“ segir Þórarinn. Kjörsókn var sem fyrr segir með dræmasta móti en 58 félagsmenn af þeim 520 sem voru á kjörskrá sögðu sína skoðun með því að greiða atkvæði.Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta hjá Starfsgreinasambandi Íslands með einni undantekningu, Öldunni. Í tölfunni hér að neðan eru sundurliðaðar upplýsingar um þátttöku í atkvæðagreiðslunni eftir aðildarfélögum.SGSOf margir óvissuþættir og efins með stjórnvöld Inntur eftir viðbrögðum við dræmri kjörsókn segist Þórarinn ekki hafa svör á reiðum höndum. Hann hafi þó heyrt félagsmenn sína viðra þá skoðun að of mikil óvissa væri uppi um þann samning sem var skrifað undir í byrjun apríl. Félagsmenn hefðu ekki allir verið sannfærðir um að óvissuþættir á borð við hagvaxtaraukann og lækkun stýrivaxta kæmu til framkvæmda. Þetta hefði farið í taugarnar á sumum. „Ég skildi það þannig þegar ég var á kynningarfundi að það væri þessi óvissa um hvað kæmi frá ríkinu og fólk bara vantrúa á það. Það var vantraust.“ „Menn greiddu atkvæði með hlutleysi núna“ Þórarinn segir að á næstu dögum þurfi verkalýðsforystan að rýna í það sem betur hefði mátt fara. Mögulega þyrfti að skoða hvort hið rafræna kerfi virkaði sem skyldi því hann hefði heyrt dæmi þess að kerfið hefði frosið með þeim afleiðingum að fólk hætti við að greiða atkvæði. „Menn greiddu atkvæði með hlutleysi núna,“ segir Þórarinn. Það hljóti að vera hluti af skýringunni. „Við þurfum að rýna í þetta sjálf, hvar við höfum klikkað í því að koma þessu á framfæri við fólk, það ætti að taka afstöðu og segja sína skoðun en vissulega það er mikill meirihluti sem er jákvæður gagnvart þessu alls staðar nema hjá mér. Verðum við ekki bara að líta svo á að það séu meirihlutaskoðanirnar sem hafi komið fram?“ Aldan varð til við sameiningu Verkalýðsfélagsins Fram og Verkakvennafélagsins Öldunnar. Félagið tók til starfa í ársbyrjun 2001.Fréttin var uppfærð kl. 14:22 og við bættist viðtal við formann Öldunnar.
Kjaramál Tengdar fréttir Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06 Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent. 24. apríl 2019 10:04 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Sjá meira
Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16
Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06
Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS Samningurinn var samþykktur með miklum meirihluta en þátttaka í atkvæðagreiðslu var heldur dræm eða 12,78 prósent. 24. apríl 2019 10:04