Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. apríl 2019 19:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. Árið 2016 gerði Velferðaráðuneytið samning við heilbrigðisstofnanir á landinu um að átak yrði gert til að fækka sjúklingum á biðlistum eftir liðskipta-og augasteinaaðgerðum og hjartaþræðingu. Átakið var til þriggja ára og lauk í desember 2018. Landlæknisembættið hefur fylgst með átakinu og í síðustu úttekt kemur fram að í október biðu 703 eftir liðskiptum á hné og 337 á mjöðm. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst bíða eftir næstu úttekt og eftir það verði næstu skref ákveðin. „Ég hef beðið Landlæknisembættið að gera úttekt á því hvernig þetta átak hefur gengið þá að fækka á biðlistum og vonast til að ég fái hana í hendur fljótlega og mun skoða áframhaldið eftir það,“ segir Svandís. Í fréttum undanfarið hefur komið fram mikil gagnrýni á að biðtíminn sé ennþá alltof langur og dæmi um að fólk þurfi að bíða í rúmt ár þó það sé orðið óvinnufært.Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa til að mynda gagnrýnt að fólk sé sent til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerð, en kostnaðurinn við það getur farið í þrjár milljónir meðan hægt er að gera slíka aðgerð hjá sjálfstætt starfandi læknum fyrir tólf hundruð þúsund krónur hér á landi. Svandís vill láta skoða betur hvort fólk sem þarf að fara hvað hraðast í liðskiptaaðgerðir komist á undan öðrum í slíkar aðgerðir. „Ég er enn ekki fyllilega sannfærð um að fólk sem þarf að fara nauðsynlega fljótt í aðgerð komist alltaf fyrst að og vil láta kanna það betur,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. Árið 2016 gerði Velferðaráðuneytið samning við heilbrigðisstofnanir á landinu um að átak yrði gert til að fækka sjúklingum á biðlistum eftir liðskipta-og augasteinaaðgerðum og hjartaþræðingu. Átakið var til þriggja ára og lauk í desember 2018. Landlæknisembættið hefur fylgst með átakinu og í síðustu úttekt kemur fram að í október biðu 703 eftir liðskiptum á hné og 337 á mjöðm. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst bíða eftir næstu úttekt og eftir það verði næstu skref ákveðin. „Ég hef beðið Landlæknisembættið að gera úttekt á því hvernig þetta átak hefur gengið þá að fækka á biðlistum og vonast til að ég fái hana í hendur fljótlega og mun skoða áframhaldið eftir það,“ segir Svandís. Í fréttum undanfarið hefur komið fram mikil gagnrýni á að biðtíminn sé ennþá alltof langur og dæmi um að fólk þurfi að bíða í rúmt ár þó það sé orðið óvinnufært.Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa til að mynda gagnrýnt að fólk sé sent til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerð, en kostnaðurinn við það getur farið í þrjár milljónir meðan hægt er að gera slíka aðgerð hjá sjálfstætt starfandi læknum fyrir tólf hundruð þúsund krónur hér á landi. Svandís vill láta skoða betur hvort fólk sem þarf að fara hvað hraðast í liðskiptaaðgerðir komist á undan öðrum í slíkar aðgerðir. „Ég er enn ekki fyllilega sannfærð um að fólk sem þarf að fara nauðsynlega fljótt í aðgerð komist alltaf fyrst að og vil láta kanna það betur,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira