Andlát: Jensína Andrésdóttir Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2019 18:44 Jensína Andrésdóttir fæddist 10. nóvember árið 1909, fyrir rúmum 109 árum. Vísir Jensína Andrésdóttir, búsett á Hrafnistu í Reykjavík, lést á skírdag þann 18. apríl síðastliðinn. Hún var 109 ára og 159 daga gömul þegar hún lést en í upphafi árs varð hún elst allra sem hafa átt heima hér á landi. Greint er frá andláti hennar á Facebook-síðu Langlífis þar sem jafnframt segir að Jensína hafi verið í fimmta eða sjötta sæti yfir elstu íbúa á Norðurlöndum. Jensína var fædd 10. nóvember 1909 á Þórisstöðum við Þorskafjörð í Austur-Barðastrandarsýslu, tólfta af fimmtán börnum Andrésar Sigurðssonar bónda og Guðrúnar Sigríðar Jónsdóttur. Hún var vinnukona á Vestfjörðum en flutti til Reykjavíkur fyrir miðja síðustu öld og vann meðal annars við ræstingar. Jensína var á Hrafnistu í rúma tvo áratugi. Fréttastofa Stöðvar 2 tók hús á Jensínu í nóvember síðastliðnum þegar 109 ára afmæli hennar var fagnað. Heimsóknina má nálgast hér að neðan en rætt var við aðstandendur Jensínu, sem segja meðal annars að hún nær alfarið unnið þjónustustörf meðan hún gat. „Hún skúraði á læknastofum, þreif heimili hjá bankastjórum og læknum. Hún var mjög dugleg og vann mikið,“ sögðu Sigurdís og Lydía, ættingjar Jensínu. Jensína var aldrei við karlmann kennd og eignaðist hún ekki börn. Þess í stað varði hún miklum tíma með börnum systkina sinna en að sögn þeirra reyndist Jensína þeim vel. „Rétt eins og fólkið hér á Hrafnistu segir þá er hún Jensína yndisleg kona og hefur alltaf verið. Ég get ekki sagt annað, hún hefur alltaf verið svo góð við mig,“ sögðu Sigurdís og Lydía. Dóra Ólafsdóttir í Kópavogi er elsti núlifandi Íslendingurinn en hún varð 106 ára í júlí í fyrra. Guðríður Guðmundsdóttir er næstelst, 104 ára, og Lárus Sigfússon er í þriðja sæti og jafnframt elstur karlmanna, 104 ára. Andlát Reykjavík Tengdar fréttir Elsti núlifandi Íslendingurinn 109 ára í dag Blásið var til afmælis á Hrafnistu í dag þegar elsti núlifandi Íslendingurinn varð 109 ára. Ættingjar hennar þakka göngutúrum háum aldri og því að hún hafi aldrei verið við karlmann kennd. 10. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Jensína Andrésdóttir, búsett á Hrafnistu í Reykjavík, lést á skírdag þann 18. apríl síðastliðinn. Hún var 109 ára og 159 daga gömul þegar hún lést en í upphafi árs varð hún elst allra sem hafa átt heima hér á landi. Greint er frá andláti hennar á Facebook-síðu Langlífis þar sem jafnframt segir að Jensína hafi verið í fimmta eða sjötta sæti yfir elstu íbúa á Norðurlöndum. Jensína var fædd 10. nóvember 1909 á Þórisstöðum við Þorskafjörð í Austur-Barðastrandarsýslu, tólfta af fimmtán börnum Andrésar Sigurðssonar bónda og Guðrúnar Sigríðar Jónsdóttur. Hún var vinnukona á Vestfjörðum en flutti til Reykjavíkur fyrir miðja síðustu öld og vann meðal annars við ræstingar. Jensína var á Hrafnistu í rúma tvo áratugi. Fréttastofa Stöðvar 2 tók hús á Jensínu í nóvember síðastliðnum þegar 109 ára afmæli hennar var fagnað. Heimsóknina má nálgast hér að neðan en rætt var við aðstandendur Jensínu, sem segja meðal annars að hún nær alfarið unnið þjónustustörf meðan hún gat. „Hún skúraði á læknastofum, þreif heimili hjá bankastjórum og læknum. Hún var mjög dugleg og vann mikið,“ sögðu Sigurdís og Lydía, ættingjar Jensínu. Jensína var aldrei við karlmann kennd og eignaðist hún ekki börn. Þess í stað varði hún miklum tíma með börnum systkina sinna en að sögn þeirra reyndist Jensína þeim vel. „Rétt eins og fólkið hér á Hrafnistu segir þá er hún Jensína yndisleg kona og hefur alltaf verið. Ég get ekki sagt annað, hún hefur alltaf verið svo góð við mig,“ sögðu Sigurdís og Lydía. Dóra Ólafsdóttir í Kópavogi er elsti núlifandi Íslendingurinn en hún varð 106 ára í júlí í fyrra. Guðríður Guðmundsdóttir er næstelst, 104 ára, og Lárus Sigfússon er í þriðja sæti og jafnframt elstur karlmanna, 104 ára.
Andlát Reykjavík Tengdar fréttir Elsti núlifandi Íslendingurinn 109 ára í dag Blásið var til afmælis á Hrafnistu í dag þegar elsti núlifandi Íslendingurinn varð 109 ára. Ættingjar hennar þakka göngutúrum háum aldri og því að hún hafi aldrei verið við karlmann kennd. 10. nóvember 2018 19:45 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Elsti núlifandi Íslendingurinn 109 ára í dag Blásið var til afmælis á Hrafnistu í dag þegar elsti núlifandi Íslendingurinn varð 109 ára. Ættingjar hennar þakka göngutúrum háum aldri og því að hún hafi aldrei verið við karlmann kennd. 10. nóvember 2018 19:45