Innlent

SA samþykkti kjarasamninga með 98% atkvæða

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, tekur í hönd Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, við undirritun kjarasamninga í byrjun apríl.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, tekur í hönd Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, við undirritun kjarasamninga í byrjun apríl. Vísir/vilhelm

Samtök atvinnulífsins hafa samþykkt kjarasamninga við verkafólk og verslunarmenn fyrir tímabilið 2019-2022 sem skrifað var undir 3. apríl. Samningarnir voru samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta, 98% greiddra atkvæða, í rafrænni atkvæðagreiðslu aðildarfyrirtækja samtakanna, að því er fram kemur í tilkynningu frá SA.

Í tilkynningu segir að atkvæðagreiðslan sé í samræmi við samþykktir samtakanna. Atkvæðagreiðslan hófst 16. apríl og lauk kl. 11 í dag 24. apríl. Greidd voru atkvæði um alla samningana í einu á grundvelli atkvæðavægis aðildarfyrirtækja SA.

Þá hefur ný kaupgjaldskrá verið birt á vef SA í kjölfar samþykktar kjarasamninganna. Launabreytingar 1. apríl eru eftirfarandi:

  • Kauptaxtar og mánaðarlaun fyrir fullt starf hækka um kr. 17.000.
  • Lágmarkstekjutrygging hækkar í kr. 317.000 á mánuði.
  • Orlofsuppbót er kr. 50.000 frá 1. maí 2019. Við hana bætist eingreiðsla, kr. 26.000, sem lýtur sömu útreikningsreglum og orlofsuppbótin.
  • Desemberuppbót er kr. 92.000 á árinu 2019.
Kjarasamningarnir félaga í Starfsgreinasambandinu og VR voru samþykktir með miklum meirihluta atkvæða. Þátttaka í atkvæðagreiðslu meðal 19 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins var tæplega þrettán prósent en yfir tuttugu prósent hjá félagsmönnum VR.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.