Innlent

Matjurtagarðar Akureyrar verðlaunaðir

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Lilja og Guðni voru mjög forvitin að sjá grænmetið, sem er ræktað í Garðyrkjuskólanum í körfum, sem þau fengu gefins frá skólanum í tilefni dagsins.
Lilja og Guðni voru mjög forvitin að sjá grænmetið, sem er ræktað í Garðyrkjuskólanum í körfum, sem þau fengu gefins frá skólanum í tilefni dagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Mörg þúsund manns hafa heimsótt Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi í dag á opnu húsi skólans. Um leið var 80 ára garðyrkjumenntun í landinu fagnað. Hluti af dagskrá dagsins var að veita Garðyrkjuverðlaunin 2019 en það kom í hlut forseta Íslands.

Hvatningaverðlaun garðyrkjunnar fengu matjurtagarðar Akureyrarbæjar og Jóhann Thorarensen, garðyrkjufræðingur, sem hefur yfirumsjón með görðunum.

Verknámsstaður garðyrkjunnar 2019 eru Garðheimar, blómaskreytingar þar sem Jóhanna Margrét Hilmarsdóttir er verknámskennari.

Þá fékk Grétar Jóhann Unnsteinsson, fyrrverandi skólastjóri Garðyrkjuskólans heiðursverðlaun garðyrkjunnar en hann er fæddur á Reykjum í Ölfusi 5. nóvember 1941. Unnsteinn Ólafsson, faðir Grétars var fyrsti skólastjóri Garðyrkjuskólans þegar hann var stofnaður 1939. Grétar tók við starfinu af föður sínum og var skólastjóri skólans í 32 ár.

Menntamálaráðherra og forseti Íslands voru heiðursgestur á hátíðardagskrá Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi í dag. Þau eru hér með Guðríði Helgadóttur, staðarhaldara á Reykjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Samhliða garðyrkjuverðlaununm voru umhverfisverðlaun Hveragerðis og Ölfuss líka afhent. Verðlaunin í Hveragerði fékk Rauðakrossdeildin á staðnum og í Ölfusi var það leikskólinn Bergheimar. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra afhenti þau verðlaun.





 

 

 

Verðlaunahafar dagsins með þeim Lilju og Guðna, frá vinstri, Jóhanna Margrét Hilmarsdóttir frá Garðheimum, Grétar Jóhann Unnsteinsson, fyrrverandi skólastjóri Garðyrkjuskólans og Jóhann Thorarensen frá matjurtagörðum Akureyrarbæjar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×