Innlent

Fyssa í Grasagarðinum endurvígð

Sylvía Hall skrifar
Fyssa hefur verið óvirk í sex ár.
Fyssa hefur verið óvirk í sex ár. Vísir/Atli

Fyssa, listaverk Rúríar í Grasagarðinum í Laugardal, var endurvígð í dag þegar vatni var hleypt á hana eftir sex ára hlé. Eftirleiðis verður vatni hleypt á verkið á sumardaginn fyrsta og slökkt fyrir fyrstu frost til þess að forðast þau vandamál sem komu upp í tengslum við að hafa vatnsrennsli yfir vetrartímann.

Verkið er frá árinu 1995 en hefur staðið óvirkt frá árinu 2012 eftir að búnaður í dælustöð verksins bilaði þegar flæddi inn á hann. Því hafa vatnsdælurnar verið ónýtar og vatnsgangurinn ekki virkað.

Fjöldi fólks var samankomið í Grasagarðinum í dag til að fylgjast með því þegar vatni var hleypt á verkið en Fyssa er flestum landsmönnum vel kunnug enda eitt helsta kennileiti garðsins. 

Fjöldi fólks fylgdist með því þegar Fyssa var endurvígð. Vísir/Atli

Árið 2017 afgreiddi borgarráð sérstaka fjárveitingu til Listasafns Reykjavíkur vegna bráðaviðgerða á útilistaverkum í borginni sem að sögn Ólafar Kristínar Sigurðardóttur, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, hafði viðhald verið vanrækt frá árinu 2008 þegar viðhaldsfé var skorið niður. 

Á heimasíðu listakonunnar Rúríar segir að grunnhugmynd verksins sé náttúruöflin eins og þau birtast á Íslandi. 

„Jörðin rifnar svo sprungur og gjár myndast, berggangar verða til í gosum, jarðlög eyðast og drangar rísa. Vatn safnast í gjár, frýs í glufum og klýfur björg.“

Verkið er hannað af listakonunni Rúrí og var hún viðstödd þegar vatni var hleypt á verkið að nýju. Vísir/Atli

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.