Innlent

Hitamet á sumardaginn fyrsta í höfuðborginni mögulega slegið í dag

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Á höfuðborgarsvæðinu er hlýjast spáð 15 stiga hita í dag en það gæti vel farið svo að hitamet á sumardaginn fyrsta verði slegið í höfuðborginni í dag en gamla metið er 13,5 stig.
Á höfuðborgarsvæðinu er hlýjast spáð 15 stiga hita í dag en það gæti vel farið svo að hitamet á sumardaginn fyrsta verði slegið í höfuðborginni í dag en gamla metið er 13,5 stig.

Á höfuðborgarsvæðinu er hlýjast spáð 15 stiga hita í dag en það gæti vel farið svo að hitamet á sumardaginn fyrsta verði slegið í höfuðborginni í dag en gamla metið er 13,5 stig.

Þetta kemur fram í veðurpistli dagsins hjá Veðurstofu Íslands.

Þar sem sólar nýtur og hæfilegur vindur fylgir með verður hið besta sumarveður. Það léttir til um mest allt landið í dag en síst þar sem vindur stendur að landi eins og á Austfjörðum.

„Þar mun hinn forni fjandi þeirra austfirðinga, þokan, láta á sér kræla,“ segir í pistlinum.

Hæsti staðfesti hiti á landinu á sumardaginn fyrsta er 19,8 stig á Akureyri og óstaðfest met á Fagurhólsmýri sem er 20,5 stiga hiti.

„Þau sitja líklega áfram en ef allt fellur með gæti hitinn á svæðinu kringum Skaftafell hoggið nærri því en vindur fyrir norðan verður líklega ekki nægur til að hitinn komist í hæstu hæðir,“ segir í pistlinum.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem heldur úti vefsíðunni Blika.is segir að hlý austangola muni leika um landsmenn í dag og sýnist honum flestar spár ætla að ganga eftir. Hann gerir ráð fyrir að hlýjast verði á Vesturlandi, mögulega Borgarfirði eða til landsins vestantil á Norðurlandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.