Innlent

Hitamet á sumardaginn fyrsta í höfuðborginni mögulega slegið í dag

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Á höfuðborgarsvæðinu er hlýjast spáð 15 stiga hita í dag en það gæti vel farið svo að hitamet á sumardaginn fyrsta verði slegið í höfuðborginni í dag en gamla metið er 13,5 stig.
Á höfuðborgarsvæðinu er hlýjast spáð 15 stiga hita í dag en það gæti vel farið svo að hitamet á sumardaginn fyrsta verði slegið í höfuðborginni í dag en gamla metið er 13,5 stig.
Á höfuðborgarsvæðinu er hlýjast spáð 15 stiga hita í dag en það gæti vel farið svo að hitamet á sumardaginn fyrsta verði slegið í höfuðborginni í dag en gamla metið er 13,5 stig.

Þetta kemur fram í veðurpistli dagsins hjá Veðurstofu Íslands.

Þar sem sólar nýtur og hæfilegur vindur fylgir með verður hið besta sumarveður. Það léttir til um mest allt landið í dag en síst þar sem vindur stendur að landi eins og á Austfjörðum.

„Þar mun hinn forni fjandi þeirra austfirðinga, þokan, láta á sér kræla,“ segir í pistlinum.

Hæsti staðfesti hiti á landinu á sumardaginn fyrsta er 19,8 stig á Akureyri og óstaðfest met á Fagurhólsmýri sem er 20,5 stiga hiti.

„Þau sitja líklega áfram en ef allt fellur með gæti hitinn á svæðinu kringum Skaftafell hoggið nærri því en vindur fyrir norðan verður líklega ekki nægur til að hitinn komist í hæstu hæðir,“ segir í pistlinum.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem heldur úti vefsíðunni Blika.is segir að hlý austangola muni leika um landsmenn í dag og sýnist honum flestar spár ætla að ganga eftir. Hann gerir ráð fyrir að hlýjast verði á Vesturlandi, mögulega Borgarfirði eða til landsins vestantil á Norðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×