Fleiri fréttir

Býður upp á að menn fresti málum út í hið óendanlega

Skróp verjenda í Al Thani-málinu í dag mun að öllum líkindum fresta málinu, jafnvel fram á haust. Sérstakur saksóknari telur mögulegt að breyta þurfi lögum til að girða fyrir að mál séu með þessum hætti tafin að eilífu.

„Vitum ekki hvað við eigum af fornleifum“

Stjórnsýsla minjavörslu aldrei fengið nægilegt fjármagn til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Fjárveitingavaldið skilur ekki eðli og hlutverk Minjastofnunar, segir forstöðumaður. Aðkallandi verkefni er varða fornleifar eru talin í hundruðum.

Útlendingar keyra allt of hratt á Íslandi

Helmingur þeirra sem teknir eru fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunar á Hvolsvelli er erlendir ferðamenn, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á svæðinu.

Lyfjakostnaður margra eykst

Kostnaður fjölda einstaklinga vegna lyfjakaupa breytist 4. maí þegar Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) taka í notkun nýtt greiðsluþátttökukerfi. Við breytingarnar lækkar kostnaður einstaklinga sem kaupa mikið af lyfjum en kostnaður fjölda annarra hækkar.

123.000 krónum munar á konum og körlum

Regluleg meðallaun fullvinnandi fólks voru hér 402 þúsund krónur að meðaltali árið 2012, að því er fram kemur í nýjum tölum Hagstofu Íslands.

Gunnar fær bætur þrátt fyrir brot í starfi

Fyrirtækið Andersen & Lauth hefur verið dæmt til að greiða Gunnari Hilmarssyni, fyrrverandi eiganda og hönnuði fyrirtækisins, tæpar tvær milljónir króna í vangoldin laun og orlof eftir að honum hafði verið sagt upp störfum hjá fyrirtækinu.

Kapp um Íslendingabókar-app

Vefsíðan vinsæla Íslendingabók, sem Íslensk erfðagreining heldur úti, verður brátt aðgengileg í gegnum sérstakt app fyrir snjallsíma. Tólf hópar háskólanema vinna hörðum höndum að hönnun apps þessa dagana og verður besta lausnin gerð aðgengileg almenningi.

Um helmingur er fylgjandi könnunum á kjördag

Um helmingur er fylgjandi en um fjórðungur landsmanna andvígur birtingu skoðanakannana á kjördag og daginn fyrir kjördag, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar MMR sem gerð var dagana 5-8 apríl.

Hugflæðiráðunautur og smiðjukarl á lista Regnbogans

Regnbogalistinn hefur verið að kynna framboðslista sína í kjördæmum landsins undanfarið, en nú liggur fyrir listi fyrir Suðurkjördæmið. Þar er Bjarni Harðarson bóksali í fyrsta sæti en hann er meðal þeirra sem stofnaði flokkinn.

Fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins dæmdur

Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, var dæmdur til þess að greiða tvær milljónir króna í sekt ella sæta fangelsi í 44 daga, fyrir brot í opinberu starfi vegna alvarlegra trúnaðarbrota þegar hann lak upplýsingum um eignarhaldsfélagið Bogamanninn til DV á síðasta ári.

Aðalmeðferð frestað um óákveðinn tíma

Aðalmeðferð í al-Thani málinu svokallaða var frestað um óákveðinn tíma í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Verjendur Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings og Ólafs Ólafssonar, eins af stærstu eigendum bankans, Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson, mættu ekki eins og þeir höfðu boðað fyrr í vikunni.

Eldvarnakerfi fór af stað vegna hlaupara

Maður á harða hlaupum, á grænu ljósaskilti yfir neyðarútgangi í fyrirtæki við Suðrulandsbraut, virðist hafa hitnað svo á hlaupunum í nótt, að eldvarnarkerfi í húsinu gaf til kynna að það væri farið að rjúka úr honum.

Nýir verjendur mæta með Sigurði og Ólafi

Nýir lögmenn munu mæta með Sigurði Einarssyni og Ólafi Ólafssyni í þinghald í Al Thani-máli sérstaks saksóknara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Skipaðir verjendur þeirra, Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall, munu hins vegar ekki láta sjá sig.

Niðurskurður ekki bitnað á öryggi hjá OR

Hituveitulagnir OR á Vesturlandi hafa ítrekað farið í sundur og valdið slysahættu. Síðustu tvö ár hefur OR minnkað fjárfestingar í veitukerfi um 6,6 milljarða.

Upplýsingar handa öllum

Á vefinn gogn.island.is eru komnar fyrstu fjárhagsupplýsingarnar úr stjórnsýslunni. Fyrstu skrefin, segir Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra. Mikilvægt sé að auka aðgengi fólks að upplýsingum.

Myndum taka málið upp í dag

Jón Helgi Björnsson, formaður bæjarráðs Norðurþings, segir jákvætt að nauðgunarmálið sem hefur legið á Húsvíkingum í þrettán ár sé komið fram í dagsljósið. Hann myndi taka málið fyrir innan bæjarkerfisins ef það kæmi upp í dag. Guðný Jóna Kristjánsdóttir, sem var nauðgað á Húsavík árið 1999, sagði sögu sína í Kastljósinu í vikunni.

Nýr kafli í netöryggi

Ísland hefur ákveðið að gerast aðili að netöryggissetri NATO sem staðsett er í Tallinn í Eistlandi. Össur Skarphéðinsson tilkynnti Urmas Paet, eistneskum starfsbróður sínum, þetta í gær.

Hanna Birna myndi stórauka fylgi Sjálfstæðisflokksins

Um helmingur þeirra sem ætla að kjósa Framsóknarflokkinn í komandi kosningum myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir væri formaður flokksins. Þetta eru niðurstöður könnunar sem MMR vann fyrir Viðskiptablaðið.

Hrollur í höfuðborginni

Svo virðist sem hlýindi undanfarinna daga séu að baki. Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur vill þó meina að mögulega séu Sunnlendingar orðnir of góðu vanir.

Íslendings leitað í Paragvæ

Alþjóðalögreglan Interpol leitar manns á fimmtugsaldri eftir að lögregla hér á landi óskaði eftir aðstoð.

„Ég hugsa út í það versta, að vera drepin“

Tvær króatískar fjölskyldur sem hafa sótt um hæli hér á landi óttast mikið að vera sendar til baka til heimalandsins þar sem þær hafa orðið fyrir miklu aðkasti vegna uppruna síns, en þau eiga rætur að rekja til Serbíu.

Segist hafa beðið Guðnýju afsökunar

Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna máls Guðnýjar Jónu Kristjánsdóttur sem var til umfjöllunar í Kastljósi á mánudag. Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, fundaði með Sighvati síðdegis og segir hann ekki hafa brotið starfsreglur presta.

Íslendingar með helmingi lægri laun en Færeyingar

Laun í Færeyjum eru tvöfalt hærri en á Íslandi. Þar er ófaglært starfsfólk með fjögur til fimmhundruð þúsund krónur á mánuði. Færeyjar eru sennilega það samfélag sem mest líkist Íslandi, bæði byggðust upp á sauðkind og fiskveiðum, og Færeyingar hafa meira að segja Bónus-búðir. Þegar tveir íslenskir ráðherrar heimsóttu færeyskt fiskeldisfyrirtæki í síðasta mánuði notuðum við tækifærið til að spyrja hvað frændur okkar fá í kaup. "113 krónur á tímann," svaraði Maria Jacobsen meðan hún var að vigta eldislax í umbúðum.

Fjórtán nýir Framsóknarþingmenn

Framsóknarmenn fá 23 þingmenn á Alþingi ef kannanir síðustu vikna ganga eftir eða fjórtán fleiri en í síðustu kosningum. MMR lagði saman niðurstöður tveggja síðustu fylgiskannana og skipti niðurstöðunum niður eftir kjördæmum fyrir Fréttastofu Stöðvar 2.

Skorar á formennina

Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi á Bylgjunni segir þá Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, mega fá útvarpsþáttinn Sprengisand til afnota í kappræður á sunnudag.

Lyfjakostnaður breytist hjá tugþúsundum manna

Hluti þeirra 30 þúsund landsmanna sem fá lyf sín frítt í dag þurfa að greiða fyrir þau frá og með næsta mánuði. Á sama tíma lækkar lyfjakostnaður annarra um tugi þúsunda.

Íslensk börn eiga auðvelt með að leita til feðra sinna

Íslenskir feður eru í öðru sæti þegar borið er saman hversu auðvelt börn eiga með að leita til feðra sinna með hvers lags umleitanir. Hvergi er minni munur á feðrum og mæðrum og á Íslandi í þessu samhengi. Þetta sýnir ný skýrsla UNICEF, Velferð barna í efnameiri ríkjum. Einungis börn í Hollandi eiga auðveldara með að leita til feðra sinna en á Íslandi. Á Íslandi segjast tæplega 90% barna eiga auðvelt með að ræða við móður sína og tæplega 80% segja það sama um föður sinn.

Foreldrar samkynhneigðra ekki boðað Jóhönnu á fund

Hvorki forsætisráðuneytinu né sendiráði Íslands í Kína hefur borist erindi um að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra eigi fund með Samtökum samkynhneigðra foreldra í opinberri heimsókn hennar sem hefst í Peking á mánudag. Fréttavefurinn Pink News segir að foreldrasamtökin hafi mikinn áhuga á að hitta Jóhönnu, fyrsta opinberlega samkynhneigða forsætisráðherrann í heiminum.

Árni Páll ítrekar áskorun sína til Sigmundar

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, ítrekar áskorun sína til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, um kappræður þeirra í milli. Sigmundur Davíð og Framsóknarmenn hafa lagt fram hugmyndir um niðurfærslu skulda heimila á kostnað kröfuhafa föllnu bankanna.

Rúmlega fjögur þúsund hafa kosið í íbúakosningum í Reykjavík

Nú þegar rúmur sólarhringur er þar til rafrænum íbúakosningum í Reykjavík lýkur hafa rúmlega fjögur þúsund manns kosið samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Íbúakosningarnar hafa staðið yfir frá 4. apríl en kosningakerfið verður opið fram yfir miðnætti á morgun, fimmtudaginn 11. apríl.

"Þeir eru að lítilsvirða réttinn“

Verjendur í al-Thani málinu sem sögðu sig frá málinu í fyrradag gætu átt yfir höfði sér réttarfarssekt mæti þeir ekki í aðalmeðferð á morgun samkvæmt dagskrá dómsins. Fjallað er um málið í 223 grein sakamálalaga. Ákveða má sekt á hendur ákæranda, verjanda eða réttargæslumanni, meðal annars fyrir, að valda af ásetningi óþörfum drætti á máli.

Fríða Björk nýr rektor Listaháskólans

Fríða Björk Ingvarsdóttir hefur verið ráðin nýr rektor Listaháskóla Íslands. Hún tekur við embættinu 1. ágúst næstkomandi af Hjálmari H. Ragnarssyni sem hefur verið rektor frá stofnun og leitt fimmtán ára uppbyggingarferli æðri listmenntunar undir merkjum LHÍ.

Íbúum fjölgaði um 0,7% í fyrra

Íbúar landsins voru 321.857 í byrjun ársins, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Fjölgunin frá fyrra ári nemur 0,7 prósentum, eða 2.282 einstaklingum.

Tollamörk á verðmæti stakra hluta tekin út

Tollfrelsismörk eru ekki lengur miðuð við sérstakt hámark á verðmæti staks hlutar sem ferðamenn kaupa erlendis og taka með sér heim. Þetta var staðfest með breytingu á tollalögum í síðasta mánuði.

Vekur ótta að maðurinn sé laus

Rúmlega áttræðum bónda af Snæfellsnesi, sem grunaður er um að hafa níðst kynferðislega á þroskaskertri stjúpdóttur sinni í fjóra áratugi, var sleppt úr gæsluvarðhaldi í gær.

Sprengja út prófatímann hjá Háskólanum

„Auðvitað hefði verið æskilegt að þetta væri ekki beint í prófatíma,“ segir Sara Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, um áhrif fyrirhugaðra sprenginga í grunni Húss íslenskra fræða.

Tryggja þarf snurðulaust samstarf við heri

Tryggja þarf að borgaralegar stofnanir hér á landi geti unnið snurðulaust með erlendum herjum að björgunarstörfum eða til að takast á við náttúruhamfarir þar sem slík mál eru almennt á höndum herja nágrannaríkjanna.

Arnarpar reynir varp að nýju

Skemmdarverk á arnarhreiðri í eyju á sunnanverðum Breiðafirði virðist ekki ætla að hindra arnarparið í að reyna varp aftur á sama stað. Það hefur nú byggt upp nýjan hreiðurlaup. Vegna skemmdarverksins verður hreiðrið vaktað úr landi og af sjó, segir í frétt Náttúrustofu Vesturlands.

Sjá næstu 50 fréttir