Fleiri fréttir Fundar með Húsavíkurpresti síðdegis - ætlar að útskýra aðkomu presta í ofbeldismálum Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, hefur birt verkferla sem hún hyggst skýra fyrir sóknarpresti á Húsavík og sóknarnefndinni. 10.4.2013 11:05 Stórviðburður í Laugardalshöll - Jeff Dunham væntanlegur til landsins Einn vinsælasti grínisti veraldar, Jeff Dunham, stígur á stokk í Laugardalshöllinni 20. september næstkomandi. 10.4.2013 10:37 Farangrinum stolið - draumafríið á Íslandi breyttist í martröð Parið Rob og Nadine Temple frá Kirkbymoorside á Englandi fóru í draumafríið til Íslands fyrir nokkru, en það breyttist í martröð að lokum. 10.4.2013 10:28 Lumar þú á forngrip? Þjóðminjasafnið vill skoða hann Það verður haldinn greiningadagur í Þjóðminjasafninu næsta sunnudag, 14. apríl, frá klukkan 14-16. Þá er almenningi boðið að koma með eigin gripi í greiningu til sérfræðinga ÞJóðminjasafnsins. Safnið leggur sérstaka áherslu á silfurgripi að þessu sinni. 10.4.2013 09:56 Framsókn styrkir stöðu sína Enn styrkir Framsóknarflokkurinn stöðu sína, samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. 10.4.2013 09:45 Meðallaunin voru 400 þúsund Laun fullvinnandi launamanna á íslenskum vinnumarkaði voru 402 þúsund krónur að meðaltali í fyrra. Algengast var að laun væru á bilinu 300-350 þúsund krónur og voru 18% launamanna með laun á því bili. Þá voru um 65% launamanna með laun undir 400 þúsund krónum á mánuði. Laun fullvinnandi karla voru 436 þúsund krónur að meðaltali á mánuði en kvenna 367 þúsund krónur. 10.4.2013 09:34 Fjölgar í flota WOW Air Flugfélagið WOW air er að taka í notkun tvær nýlegar Airbus farþegaþotur, sem leysa eldri þotur af hólmi. 10.4.2013 08:31 Hætta skapaðist á Hellisheiði Hætta skapaðist á Hellisheiði seint í gærkvöldi, þegar vörubretti fóru að falla af dráttarvagni flutningabíls og dreifast um veginn. 10.4.2013 07:18 „Hún sýndi hugrekki“ Biskup Íslands skrifar um mál Guðnýjar Jónu. 9.4.2013 20:32 Bjartsýn þrátt fyrir kannanir Kosningaskrifstofa Samfylkingarinnar var opnuð í dag. Formennirnir segjast hvergi bangnir. 9.4.2013 19:00 Segir möguleika á að fólk hafi verið lokkað hingað til lands Fjörutíu og átta Króatar hafa sótt um hæli hér á landi að undanförnu, mest fjölskyldufólk frá sama svæðinu í Króatíu. Forstjóri Útlendingastofnunar segir flýtimeðferð vanta í löggjöfina. 9.4.2013 18:42 „Ekki einungis sagan mín“ Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur sem sagði sögu sína í Kastljósi í gær hefur borist ógrynni skilaboða. 9.4.2013 18:12 Maður grunaður um að hafa misnotað þroskaskerta konu í fjóra áratugi laus úr haldi Ekki hefur verið farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni á níræðisaldri sem er grunaður um að hafa misnotað þroskaskerta konu kynferðislega í fjóra áratugi. Misnotkunin á að hafa byrjað þegar konan var tíu ára gömul, en hún er um fimmtugt í dag. 9.4.2013 16:07 Birgitta: Finna að við erum að bjóða upp á annað plan en hinir "Við erum bara rosalega ánægð og finnu fyrir miklum meðbyr,“ segir Birgitta Jónsdóttir einn af oddvitum Píratanna, en þeir fengu 7,8 prósent í síðustu könnun MMR sem birt var í dag. Píratarnir eru því aðeins 0,2 prósentustigum á eftir Vinstri grænum. 9.4.2013 15:25 Vorboðinn ljúfi: Fjarlægið nagladekkin fyrir 15. apríl Það er komið að þeim tíma ársins; bílaeigendur ættu að vera án negldra dekkja í Reykjavík eftir 15. apríl. 9.4.2013 14:02 Tvær nauðganir kærðar eftir helgina Tvær nauðganir voru kærðar um helgina samkvæmt Björgvini Björgvinssyni, yfirmanni kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann vildi ekki gefa upp hvort nauðganirnar hefðu átt sér stað í heimahúsum en á mbl.is kemur fram að samkvæmt heimildum miðilsins áttu nauðganirnar sér stað í Kópavogi og í Grafarvogi. 9.4.2013 13:51 Minna um rottur og mink í Reykjavík "Þetta er bara partur af náttúrunni, fólk þarf ekkert að vera hissa á því, ekkert frekar en að lóan komi," segir Þráinn Sveinsson meindýraeyðir. 9.4.2013 13:45 Safna fyrir fjölskyldu Lilju Ránar Stofnaður hefur verið sjóður til styrktar foreldrum sem misstu unga dóttur á sviplegan hátt af slysförum í Breiðdal um páskana. 9.4.2013 13:21 Rúmlega 1400 kosið utankjörfundar 1420 manns hafa kosið utankjörfundar í komandi alþingiskosningum á landinu öllu, frá því atkvæðagreiðslan hófst 2. mars síðastliðinn og fram til dagsins í dag. Eru það ívíð fleiri atkvæði en höfðu borist á sama tíma fyrir fjórum árum síðan. 9.4.2013 13:08 Fordæmalaus ákvörðun Gests og Ragnars - óvíst hvort þeir mæti í aðalmeðferð Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarsson, í Al-Thani málinu segir að ákvörðun hans um að segja sig frá málinu standi þrátt fyrir að héraðsdómur hafi hafnað þeirri beiðni. Málið er því komið í algjöran hnút og óvíst hvort aðalmeðferð hefjist á fimmtudag. 9.4.2013 12:53 Framboðin fjórtán þurfa yfir 20.000 meðmælendur Alls þurfa um 23 þúsund kjósendur, tæpur tíundi hver einstaklingur á kjörskrá, að skrá sig sem meðmælanda framboðslista til þess að öll framboð til komandi þingkosninga nái markmiðum sínum. Ellefu þeirra stefna að framboði í öllum sex kjördæmum, tvö í báðum Reykjavíkurkjördæmum og eitt framboð í öðru Reykjavíkurkjördæminu. 9.4.2013 12:00 Sjö sjálfsvíg innan veggja fangelsa síðustu tuttugu ár Tíu fangar hafa látist í fangelsum síðan árið 1993. Langflestir hafa svipt sig lífi. Innanríkisráðherra segir brýnt að bregðast við þeim vanda sem fylgi geðsjúkum, sakhæfum föngum innan almennra fangelsa. 9.4.2013 12:00 Hjólreiðakeppni í kringum landið Stofnuð hefur verið sjálfseignarstofnunin Wow sport, meðal annars til að efna til árlegrar alþjóðlegrar hjólreiðakeppni hringinn í kringum Ísland. 9.4.2013 12:00 Framsókn enn stærstur - Píratar næstum jafn stórir og VG Framsóknarflokkurinn er enn stærstu stjórnmálaflokka samkvæmt nýjustu skoðanakönnun MMR þar sem fylgi við stjórnmálaflokka var mælt. Flokkurinn er með 30,2 prósent en voru með 29,5 við síðustu mælingu MMR. 9.4.2013 11:22 Birtir Húsavíkurlistann í heild sinni: "Víti til varnaðar“ "Viðtalið við Reinhard Reinhardsson [fyrrverandi bæjarstjóra Húsavíkur] er dæmi um það af hverju það á að rifja svona lagað upp. Þetta er víti til varðnaðar,“ segir þýðandinn Gísli Ásgeirsson, en hann hefur birt nafnalistann með öllum þeim sem skrifuðu undir stuðning við dæmdan nauðgara á Húsavík árið 2000, á bloggi sínu. 9.4.2013 11:18 Nauðgunin sem klauf bæjarfélag 113 einstaklingar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu til varnar dæmdum nauðgara á Húsavík árið 2000. Málið var rifjað upp í Kastljósi í gærkvöldi. Fyrrverandi bæjarstjóri vildi lítið tjá sig vegna málsins en honum þykir þó sæta furðu að það sé dregið upp svo löngu síðar. 9.4.2013 09:42 Í gæsluvarðhaldi fyrir að nauðga og axlarbrjóta konu Tveir menn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna kynferðisbrota sem framin voru í umdæmi lögreglunnar á Akranesi. Annar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 15. mars vegna kynferðisbrota en hinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald laugardaginn 6. apríl vegna gruns um nauðgun og líkamsárás. 9.4.2013 09:33 Íslendingum fjölgaði um 0.7 prósent Íslendingar voru 321.857 talsins þann 1. janúar síðastliðinn. Þeim fjölgaði því um 0.7 prósent frá sama tíma árið áður en 2.282 einstaklinga. 9.4.2013 09:32 Presturinn biðst afsökunar "Ég get ekki tjáð mig um einstök atriði úr okkar samtali því eðli málsins samkvæmt er ég bundinn þagnarskyldu. Ég rengi þó ekki orð hennar,“ segir Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík. 9.4.2013 09:20 Báturinn ekki með gilt skírteini Handfærabáturinn sem áhöfn þyrlu Gæslunnar stóð að meintum ólöglegum veiðum úti af Garðskaga í gær, reyndist ekki heldur hafa gilt haffærisskírteini. 9.4.2013 08:03 Útigangsmenn brutust inn Lögreglan handtók tvo útigangsmenn undir miðnætti, eftir að þeir höfðu brotið sér leið inn í hús í miðborginni, sem engin býr lengur í. 9.4.2013 08:01 Vegagerðin lækkar hámarkshraða Vegagerðin hefur gripið til þess ráðs að lækka hámarkshraða um þverárfjall, sem er fjallvegurinn á milli Blönduóss og Sauðárkróks, úr 90 kílómetrum niður í 70. 9.4.2013 07:40 Átján ára ökumaður reyndist dópaður og án ökuréttinda Átján ára ökumaður, sem lögreglan stöðvaði við reglubundið eftirlit í Breiðholti seint í gærkvöldi, reyndist vera búinn að missa nýfengin ökuréttindi. 9.4.2013 07:34 Skjálftavirkni eykst við Grímsey Skjálftavirkni færðist aftur í aukana norðaustur af Grímsey í gærkvöldi og á tólfta tímanum varð þar skjálfti upp á fjögur stig, sem fannst víða. 9.4.2013 07:31 Kolmunnaveiðar hefjast við Færeyjar Átta íslensk fjölveiðiskip eru byrjuð kolmunnaveiðar í færeysku lögsögunni og þrjú til viðbótar eru á leið þangað. 9.4.2013 07:30 Harður árekstur við Kaplakrika Ökumaður bifhjóls slasaðist alvarlega þegar hann lenti í hörðum árekstri við pallbíl á Reykjanesbraut, á móts við íþróttahúsið í Kaplakrika um klukkan hálf átta í gærkvöldi. 9.4.2013 07:24 Rapparastríð leiðir til ákæru gegn Móra Rapparinn Móri hefur verið ákærður fyrir hótanir og vopnalagabrot þremur árum eftir að hann elti Erp Eyvindarson um útvarpssvið 365 vopnaður hnífi og rafbyssu. Lögregla taldi fyrst að atvikið hefði verið sviðsett og felldi rannsókn þess niður. 9.4.2013 00:01 Stendur ekki á bak við ungliðahreyfingu Framboði Sturlu Jónssonar vörubílstjóra til Alþingis hefur borist óvæntur stuðningur 8.4.2013 23:38 Flestir styðja Framsóknarflokkinn Framsóknarflokkurinn fær 32% og er langstærsti stjórnmálaflokkurinn, samkvæmt könnun sem Reykjavík síðdegis á Bylgjunni lagði fyrir hlustendur Bylgjunnar og lesendur Vísis. Könnunin var ekki gerð með slembiúrtaki úr þjóðskrá, eins og kannanir Capacent Gallup, Fréttablaðsins og Stöðvar 2 og kannanir MMR, heldur gátu allir sem fóru inn á Vísi svarað spurningunni. 12.728 manns svöruðu spurningunni um það hverja þeir myndu kjósa í næstu Alþingiskosningum. Einungis var hægt að skrá eitt svar úr hverri tölvu. 8.4.2013 22:38 „Það var fólk á listanum sem ég taldi vini mína“ Kastljósið sýndi í kvöld viðtal við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur sem upplifði það fyrir þrettán árum að stór hópur fólks á Húsavík snerist gegn henni þegar hún kærði skólabróður sinn fyrir nauðgun. 8.4.2013 21:14 „Betri en allir karlarnir“ Tveir fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokksins segja Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hafa haft áhrif á þá sem stjórnmálamenn. Thatcher lést í dag, 87 ára að aldri. 8.4.2013 20:26 Voru kjarnavopn á Keflavíkurflugvelli? - skjöl WikiLeaks varpa ljósi á málið Það kennir ýmissa grasa í nýbirtum gögnum uppljóstrunarsamtakanna WikiLeaks. Hér er um að ræða 1.7 milljónir skjala út utanríkis- og leyniþjónustu Bandaríkjanna á árunum 1973 til 1975. 8.4.2013 20:00 „Menn eru almennt farnir að viðurkenna að þetta svigrúm sé þarna“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi við Reykjavík síðdegis um hugmyndir flokksins um skuldaleiðréttingar. 8.4.2013 19:47 Fundaði með danska forsætisráðherranum „Sköpun starfa er algjört lykilatriði,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, en hann átti í dag fund með Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur. 8.4.2013 17:59 Dómari hefur hafnað beiðni Gests og Ragnars Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Gests Jónssonar og Ragnars Hall um að segja sig frá al-Thani málinu. Þeir Gestur og Ragnar, sem eru verjendur Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar, héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu þetta. Ríkisútvarpið segist, á vef sínum, hafa heimildir fyrir því að Pétur Guðgeirsson dómari í málinu hafi hafnað því að þeir fengu að segja sig frá málinu. 8.4.2013 16:29 Sjá næstu 50 fréttir
Fundar með Húsavíkurpresti síðdegis - ætlar að útskýra aðkomu presta í ofbeldismálum Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, hefur birt verkferla sem hún hyggst skýra fyrir sóknarpresti á Húsavík og sóknarnefndinni. 10.4.2013 11:05
Stórviðburður í Laugardalshöll - Jeff Dunham væntanlegur til landsins Einn vinsælasti grínisti veraldar, Jeff Dunham, stígur á stokk í Laugardalshöllinni 20. september næstkomandi. 10.4.2013 10:37
Farangrinum stolið - draumafríið á Íslandi breyttist í martröð Parið Rob og Nadine Temple frá Kirkbymoorside á Englandi fóru í draumafríið til Íslands fyrir nokkru, en það breyttist í martröð að lokum. 10.4.2013 10:28
Lumar þú á forngrip? Þjóðminjasafnið vill skoða hann Það verður haldinn greiningadagur í Þjóðminjasafninu næsta sunnudag, 14. apríl, frá klukkan 14-16. Þá er almenningi boðið að koma með eigin gripi í greiningu til sérfræðinga ÞJóðminjasafnsins. Safnið leggur sérstaka áherslu á silfurgripi að þessu sinni. 10.4.2013 09:56
Framsókn styrkir stöðu sína Enn styrkir Framsóknarflokkurinn stöðu sína, samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. 10.4.2013 09:45
Meðallaunin voru 400 þúsund Laun fullvinnandi launamanna á íslenskum vinnumarkaði voru 402 þúsund krónur að meðaltali í fyrra. Algengast var að laun væru á bilinu 300-350 þúsund krónur og voru 18% launamanna með laun á því bili. Þá voru um 65% launamanna með laun undir 400 þúsund krónum á mánuði. Laun fullvinnandi karla voru 436 þúsund krónur að meðaltali á mánuði en kvenna 367 þúsund krónur. 10.4.2013 09:34
Fjölgar í flota WOW Air Flugfélagið WOW air er að taka í notkun tvær nýlegar Airbus farþegaþotur, sem leysa eldri þotur af hólmi. 10.4.2013 08:31
Hætta skapaðist á Hellisheiði Hætta skapaðist á Hellisheiði seint í gærkvöldi, þegar vörubretti fóru að falla af dráttarvagni flutningabíls og dreifast um veginn. 10.4.2013 07:18
Bjartsýn þrátt fyrir kannanir Kosningaskrifstofa Samfylkingarinnar var opnuð í dag. Formennirnir segjast hvergi bangnir. 9.4.2013 19:00
Segir möguleika á að fólk hafi verið lokkað hingað til lands Fjörutíu og átta Króatar hafa sótt um hæli hér á landi að undanförnu, mest fjölskyldufólk frá sama svæðinu í Króatíu. Forstjóri Útlendingastofnunar segir flýtimeðferð vanta í löggjöfina. 9.4.2013 18:42
„Ekki einungis sagan mín“ Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur sem sagði sögu sína í Kastljósi í gær hefur borist ógrynni skilaboða. 9.4.2013 18:12
Maður grunaður um að hafa misnotað þroskaskerta konu í fjóra áratugi laus úr haldi Ekki hefur verið farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni á níræðisaldri sem er grunaður um að hafa misnotað þroskaskerta konu kynferðislega í fjóra áratugi. Misnotkunin á að hafa byrjað þegar konan var tíu ára gömul, en hún er um fimmtugt í dag. 9.4.2013 16:07
Birgitta: Finna að við erum að bjóða upp á annað plan en hinir "Við erum bara rosalega ánægð og finnu fyrir miklum meðbyr,“ segir Birgitta Jónsdóttir einn af oddvitum Píratanna, en þeir fengu 7,8 prósent í síðustu könnun MMR sem birt var í dag. Píratarnir eru því aðeins 0,2 prósentustigum á eftir Vinstri grænum. 9.4.2013 15:25
Vorboðinn ljúfi: Fjarlægið nagladekkin fyrir 15. apríl Það er komið að þeim tíma ársins; bílaeigendur ættu að vera án negldra dekkja í Reykjavík eftir 15. apríl. 9.4.2013 14:02
Tvær nauðganir kærðar eftir helgina Tvær nauðganir voru kærðar um helgina samkvæmt Björgvini Björgvinssyni, yfirmanni kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann vildi ekki gefa upp hvort nauðganirnar hefðu átt sér stað í heimahúsum en á mbl.is kemur fram að samkvæmt heimildum miðilsins áttu nauðganirnar sér stað í Kópavogi og í Grafarvogi. 9.4.2013 13:51
Minna um rottur og mink í Reykjavík "Þetta er bara partur af náttúrunni, fólk þarf ekkert að vera hissa á því, ekkert frekar en að lóan komi," segir Þráinn Sveinsson meindýraeyðir. 9.4.2013 13:45
Safna fyrir fjölskyldu Lilju Ránar Stofnaður hefur verið sjóður til styrktar foreldrum sem misstu unga dóttur á sviplegan hátt af slysförum í Breiðdal um páskana. 9.4.2013 13:21
Rúmlega 1400 kosið utankjörfundar 1420 manns hafa kosið utankjörfundar í komandi alþingiskosningum á landinu öllu, frá því atkvæðagreiðslan hófst 2. mars síðastliðinn og fram til dagsins í dag. Eru það ívíð fleiri atkvæði en höfðu borist á sama tíma fyrir fjórum árum síðan. 9.4.2013 13:08
Fordæmalaus ákvörðun Gests og Ragnars - óvíst hvort þeir mæti í aðalmeðferð Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarsson, í Al-Thani málinu segir að ákvörðun hans um að segja sig frá málinu standi þrátt fyrir að héraðsdómur hafi hafnað þeirri beiðni. Málið er því komið í algjöran hnút og óvíst hvort aðalmeðferð hefjist á fimmtudag. 9.4.2013 12:53
Framboðin fjórtán þurfa yfir 20.000 meðmælendur Alls þurfa um 23 þúsund kjósendur, tæpur tíundi hver einstaklingur á kjörskrá, að skrá sig sem meðmælanda framboðslista til þess að öll framboð til komandi þingkosninga nái markmiðum sínum. Ellefu þeirra stefna að framboði í öllum sex kjördæmum, tvö í báðum Reykjavíkurkjördæmum og eitt framboð í öðru Reykjavíkurkjördæminu. 9.4.2013 12:00
Sjö sjálfsvíg innan veggja fangelsa síðustu tuttugu ár Tíu fangar hafa látist í fangelsum síðan árið 1993. Langflestir hafa svipt sig lífi. Innanríkisráðherra segir brýnt að bregðast við þeim vanda sem fylgi geðsjúkum, sakhæfum föngum innan almennra fangelsa. 9.4.2013 12:00
Hjólreiðakeppni í kringum landið Stofnuð hefur verið sjálfseignarstofnunin Wow sport, meðal annars til að efna til árlegrar alþjóðlegrar hjólreiðakeppni hringinn í kringum Ísland. 9.4.2013 12:00
Framsókn enn stærstur - Píratar næstum jafn stórir og VG Framsóknarflokkurinn er enn stærstu stjórnmálaflokka samkvæmt nýjustu skoðanakönnun MMR þar sem fylgi við stjórnmálaflokka var mælt. Flokkurinn er með 30,2 prósent en voru með 29,5 við síðustu mælingu MMR. 9.4.2013 11:22
Birtir Húsavíkurlistann í heild sinni: "Víti til varnaðar“ "Viðtalið við Reinhard Reinhardsson [fyrrverandi bæjarstjóra Húsavíkur] er dæmi um það af hverju það á að rifja svona lagað upp. Þetta er víti til varðnaðar,“ segir þýðandinn Gísli Ásgeirsson, en hann hefur birt nafnalistann með öllum þeim sem skrifuðu undir stuðning við dæmdan nauðgara á Húsavík árið 2000, á bloggi sínu. 9.4.2013 11:18
Nauðgunin sem klauf bæjarfélag 113 einstaklingar skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu til varnar dæmdum nauðgara á Húsavík árið 2000. Málið var rifjað upp í Kastljósi í gærkvöldi. Fyrrverandi bæjarstjóri vildi lítið tjá sig vegna málsins en honum þykir þó sæta furðu að það sé dregið upp svo löngu síðar. 9.4.2013 09:42
Í gæsluvarðhaldi fyrir að nauðga og axlarbrjóta konu Tveir menn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna kynferðisbrota sem framin voru í umdæmi lögreglunnar á Akranesi. Annar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 15. mars vegna kynferðisbrota en hinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald laugardaginn 6. apríl vegna gruns um nauðgun og líkamsárás. 9.4.2013 09:33
Íslendingum fjölgaði um 0.7 prósent Íslendingar voru 321.857 talsins þann 1. janúar síðastliðinn. Þeim fjölgaði því um 0.7 prósent frá sama tíma árið áður en 2.282 einstaklinga. 9.4.2013 09:32
Presturinn biðst afsökunar "Ég get ekki tjáð mig um einstök atriði úr okkar samtali því eðli málsins samkvæmt er ég bundinn þagnarskyldu. Ég rengi þó ekki orð hennar,“ segir Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík. 9.4.2013 09:20
Báturinn ekki með gilt skírteini Handfærabáturinn sem áhöfn þyrlu Gæslunnar stóð að meintum ólöglegum veiðum úti af Garðskaga í gær, reyndist ekki heldur hafa gilt haffærisskírteini. 9.4.2013 08:03
Útigangsmenn brutust inn Lögreglan handtók tvo útigangsmenn undir miðnætti, eftir að þeir höfðu brotið sér leið inn í hús í miðborginni, sem engin býr lengur í. 9.4.2013 08:01
Vegagerðin lækkar hámarkshraða Vegagerðin hefur gripið til þess ráðs að lækka hámarkshraða um þverárfjall, sem er fjallvegurinn á milli Blönduóss og Sauðárkróks, úr 90 kílómetrum niður í 70. 9.4.2013 07:40
Átján ára ökumaður reyndist dópaður og án ökuréttinda Átján ára ökumaður, sem lögreglan stöðvaði við reglubundið eftirlit í Breiðholti seint í gærkvöldi, reyndist vera búinn að missa nýfengin ökuréttindi. 9.4.2013 07:34
Skjálftavirkni eykst við Grímsey Skjálftavirkni færðist aftur í aukana norðaustur af Grímsey í gærkvöldi og á tólfta tímanum varð þar skjálfti upp á fjögur stig, sem fannst víða. 9.4.2013 07:31
Kolmunnaveiðar hefjast við Færeyjar Átta íslensk fjölveiðiskip eru byrjuð kolmunnaveiðar í færeysku lögsögunni og þrjú til viðbótar eru á leið þangað. 9.4.2013 07:30
Harður árekstur við Kaplakrika Ökumaður bifhjóls slasaðist alvarlega þegar hann lenti í hörðum árekstri við pallbíl á Reykjanesbraut, á móts við íþróttahúsið í Kaplakrika um klukkan hálf átta í gærkvöldi. 9.4.2013 07:24
Rapparastríð leiðir til ákæru gegn Móra Rapparinn Móri hefur verið ákærður fyrir hótanir og vopnalagabrot þremur árum eftir að hann elti Erp Eyvindarson um útvarpssvið 365 vopnaður hnífi og rafbyssu. Lögregla taldi fyrst að atvikið hefði verið sviðsett og felldi rannsókn þess niður. 9.4.2013 00:01
Stendur ekki á bak við ungliðahreyfingu Framboði Sturlu Jónssonar vörubílstjóra til Alþingis hefur borist óvæntur stuðningur 8.4.2013 23:38
Flestir styðja Framsóknarflokkinn Framsóknarflokkurinn fær 32% og er langstærsti stjórnmálaflokkurinn, samkvæmt könnun sem Reykjavík síðdegis á Bylgjunni lagði fyrir hlustendur Bylgjunnar og lesendur Vísis. Könnunin var ekki gerð með slembiúrtaki úr þjóðskrá, eins og kannanir Capacent Gallup, Fréttablaðsins og Stöðvar 2 og kannanir MMR, heldur gátu allir sem fóru inn á Vísi svarað spurningunni. 12.728 manns svöruðu spurningunni um það hverja þeir myndu kjósa í næstu Alþingiskosningum. Einungis var hægt að skrá eitt svar úr hverri tölvu. 8.4.2013 22:38
„Það var fólk á listanum sem ég taldi vini mína“ Kastljósið sýndi í kvöld viðtal við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur sem upplifði það fyrir þrettán árum að stór hópur fólks á Húsavík snerist gegn henni þegar hún kærði skólabróður sinn fyrir nauðgun. 8.4.2013 21:14
„Betri en allir karlarnir“ Tveir fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokksins segja Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hafa haft áhrif á þá sem stjórnmálamenn. Thatcher lést í dag, 87 ára að aldri. 8.4.2013 20:26
Voru kjarnavopn á Keflavíkurflugvelli? - skjöl WikiLeaks varpa ljósi á málið Það kennir ýmissa grasa í nýbirtum gögnum uppljóstrunarsamtakanna WikiLeaks. Hér er um að ræða 1.7 milljónir skjala út utanríkis- og leyniþjónustu Bandaríkjanna á árunum 1973 til 1975. 8.4.2013 20:00
„Menn eru almennt farnir að viðurkenna að þetta svigrúm sé þarna“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi við Reykjavík síðdegis um hugmyndir flokksins um skuldaleiðréttingar. 8.4.2013 19:47
Fundaði með danska forsætisráðherranum „Sköpun starfa er algjört lykilatriði,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, en hann átti í dag fund með Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur. 8.4.2013 17:59
Dómari hefur hafnað beiðni Gests og Ragnars Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Gests Jónssonar og Ragnars Hall um að segja sig frá al-Thani málinu. Þeir Gestur og Ragnar, sem eru verjendur Sigurðar Einarssonar og Ólafs Ólafssonar, héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu þetta. Ríkisútvarpið segist, á vef sínum, hafa heimildir fyrir því að Pétur Guðgeirsson dómari í málinu hafi hafnað því að þeir fengu að segja sig frá málinu. 8.4.2013 16:29